„Þorgerður Guðmundsdóttir (Höfða)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Þorgerður Guðmundsdóttir''' vinnukona, fæddist 13. mars 1890 og lést 19. júní 1979.<br> Foreldrar hans voru Guðmundur Ólafsson bóndi, f. 5 nóvember 1855, d. 16. maí 19...)
 
m (Verndaði „Þorgerður Guðmundsdóttir (Höfða)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 13. ágúst 2019 kl. 17:50

Þorgerður Guðmundsdóttir vinnukona, fæddist 13. mars 1890 og lést 19. júní 1979.
Foreldrar hans voru Guðmundur Ólafsson bóndi, f. 5 nóvember 1855, d. 16. maí 1901, og kona hans Valgerður Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 1. nóvember 1859 í Stóra-Dalssókn, d. 1. nóvember 1942.

Bróðir Þorgerðar í Eyjum var
Eymundur Guðmundsson sjómaður, verkamaður á Hásteinsvegi 35, f. 12. ágúst 1900 í Hrútafellskoti u. Eyjafjöllum, d. 26. maí 1970.

Þorgerður var með ekkjunni móður sinni og systkinum í Hrútafellskoti syðra 1901, en faðir þeirra lést á því ári. Hún var vinnukona á Hrútafelli 1910 og vesturbænum þar 1920.
Hún fluttist til Eyja 1921, var vinnukona á Bólstað 1922 og 1923, lausakona í Hlíð 1927, vinnukona á Hásteinsvegi 21 1930.
Hún fluttist undir Eyjafjöll og vann fyrir sér, en dvaldi að síðustu í Steinum í A-Eyjafjallahreppi, en lést í Sjúkrahúsinu í Eyjum. Þorgerður var ógift og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.