Þorbjörn Jónsson (Dalahjalli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Þorbjörn Jónsson tómhúsmaður í Dalahjalli fæddist 1765 og lést í Dalahjalli 20. febrúar 1811 „úr megrusótt‟.

Þorbjörn var ókvæntur vinnumaður í Bakkahjáleigu við fæðingu Önnu, kvæntur vinnumaður í Bakkahjáleigu í A-Landeyjum 1801.
Hann lést 1811 í Eyjum.
Þau Kristín voru bæði vinnuhjú í Bakkahjáleigu 1801 með börnin Önnu 3 ára og Ástríði eins árs. Þau eignuðust Jón fyrir brottför úr Landeyjum. Þetta voru einu börnin, sem lifðu. Þau 5 börn, sem fæddust í Eyjum dóu nýfædd eða fæddust andvana.

I. Barnsmóðir Þorbjörns var Guðlaug Þorsteinsdóttir, þá vinnukona í Bakkahjáleigu, síðar á Steinsstöðum, f. 1767, d. 3. október 1820.
Barn þeirra var
1. Anna Þorbjörnsdóttir húsfreyja í Dalahjalli, f. 1797, d. 11. mars 1849.

II. Kona Þorbjörns, (11. ágúst 1799), var Kristín Þórólfsdóttir húsfreyja, f. 1765, d. 11. október 1830.
Börn þeirra hér:
2. Ástríður Þorbjörnsdóttir, f. 22. september 1799, d. 29. apríl 1883.
3. Jón Þorbjörnsson í Dalahjalli, f. 1801 í Bakkahjáleigu í A-Landeyjum. Var með móður sinni í Dalahjalli 1816, d. 3. október 1830.
4. Margrét Þorbjörnsdóttir, f. í júní 1802 í Eyjum, dó 8. júní 1802 úr ginklofa, lifði eina viku.
5. Valgerður Þorbjörnsdóttir, f. 10. september 1803 í Eyjum, dó 21. september 1803 úr ginklofa.
6. Andvana barn, f. 21. júlí 1805.
7. Vilhjálmur Þorbjörnsson, f. 20. september 1807 í Eyjum, d. 3. október 1807 úr ginklofa.
8. Andvana barn, jarðað 7. apríl 1809.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.