Þorbjörg Sigurðardóttir (Háagarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Þorbjörg Sigurðardóttir frá Háagarði fæddist 20. ágúst 1832 og lést 24. október 1916.
Foreldrar hennar voru Sigurður Magnússon bóndi í Háagarði, f. 28. mars 1794, d. 10. febrúar 1833 og kona hans Björg Brynjólfsdóttir húsfreyja, f. 10. mars 1788, d. 6. janúar 1853.

Systir Þorbjargar í Eyjum var Valgerður Sigurðardóttir húsfreyja í Háagarði, f. 31. ágúst 1822, d. 3. febrúar 1894, kona Sveins Sveinssonar, f. 1825.

Þorbjörg var með ekkjunni móður sinni og stjúpa sínum í Háagarði 1835, var fósturbarn í Krókatúni u. Eyjafjöllum 1840, 1845 og 1850 hjá Valgerði móðursystur sinni.
Hún var gift húsfreyja í Miðmörk 1860 með Eyjólfi Eyjólfssyni bónda og börnunum Sigurði 8 ára og Valgerði eins árs.
Við skráningu 1870 voru þau komin að Krókatúni með börnin Valgerði 11 ára og Elínu 2 ára, en Sigurður var ekki á staðnum. Hann var 18 ára léttadrengur í Miðmörk.
1880 var Þorbjörg vinnukona á Syðstu-Grund, hjáleigu í Holtssókn þar, en Eyjólfur var þar húsmaður og Sigurður vinnumaður. Þar var Þorgerður Eyjólfsdóttir 14 ára niðursetningur.
1990 voru hjónin húsmennskufólk á Hrútafelli, hann 64 ára, hún 59 ára.
Við skráningu 1901 var Þorbjörg 70 ára ekkja í Syðra-Hrútafellskoti hjá dóttur sinni, ekkjunni Valgerði Eyjólfsdóttur, sem bjó þar með 4 börn sín eins til 11 ára.
Hún var 78 ára hjá Sigurði syni sínum 1910, en hann bjó þá á Syðstu-Grund með konu sinni og 5 börnum.
Þorbjörg lést 1916.

Maður Þorbjargar var Eyjólfur Eyjólfsson bóndi, f. 1825, d. 5. júní 1899.
Börn þeirra hér:
1. Sigurður Eyjólfsson bóndi á Syðstu-Grund, f. 1. október 1852, d. 28. febrúar 1936.
2. Valgerður Eyjólfsdóttir húsfreyja í Syðra-Hrútafellskoti, f. 1. nóvember 1859, d. 1. nóvember 1942.
3. Elín Eyjólfsdóttir vinnukona á Hrútafelli, f. 1868, d. 28. nóvember 1897.
4. Þorgerður Eyjólfsdóttir húsfreyja á Nýlendu í Höfnum á Reykjanesi, f. 1866, d. 2. júlí 1946.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.