Þorbjörg Guðnadóttir (Norðurgarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. ágúst 2015 kl. 19:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. ágúst 2015 kl. 19:25 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Þorbjörg Guðnadóttir vinnukona, síðar bústýra í Einarshúsi, fæddist 25. febrúar 1830 og lést 12. ágúst 1858.
Faðir hennar var Guðni bóndi og vinnumaður víða, síðast bóndi í Reynisholti í Mýrdal, f. 1788 á Syðri-Steinsmýri í Meðallandi, d. fyrir 1842, Guðbrandsson bónda víða, en síðast á Söndum í Meðallandi, f. 1753, d. 7. febrúar 1798 á Söndum, Ólafssonar bónda víða, en flúði í Eldinum frá Refsstöðum í Landbroti, f. 1717, d. 1784 í Skálmarbæ í Álftaveri, Þórðarsonar, og fyrri konu Ólafs, Guðrúnar húsfreyju, f. 1716, d. eftir 1762, Vigfúsdóttur.
Móðir Guðna í Reynisholti og kona Guðbrands á Söndum var Ragnhildur húsfreyja, f. 1746 í Skálmarbæ í Álftaveri, Hjörleifsdóttir bónda þar, f. 1721, d. 26. nóvember 1787, Jónssonar, og konu Hjörleifs, Sesselju húsfreyju, f. 1713, d. 1784, Nikulásdóttur.

Móðir Þorbjargar var Guðný húsfreyja í Reynisholti, f. 1796 á Höfðabrekku, d. 10. október 1831 í Reynisholti, Jónsdóttir bónda á Höfðabrekku, f. 1735, d. 13. mars 1813, Jónssonar bónda og sýslumanns í Holti í Mýrdal, f. 1686, d. 4. ágúst 1767, Sigurðssonar, og konu Jóns sýslumanns, Kristínar húsfreyju, f. 1714, d. 15. maí 1794, Eyvindsdóttur.
Móðir Guðnýjar í Reynisholti og síðari kona Jóns á Höfðabrekku var Guðrún húsfreyja, f. 1752, d. 5. febrúar 1837 á Elliðavatni, Þorsteinsdóttir bónda víða í V-Skaft., en síðast á Flögu, f. 1711, Nikulássonar, og konu Þorsteins, sem er ókunn, f. 1721.

Systkini Þorbjargar í Eyjum voru:
1. Dýrfinna Guðnadóttir húsfreyja í Dölum, f. 2. september 1823, d. 31. maí 1866.
2. Guðni Guðnason bóndi í Norðurgarði og Dölum f. 24. apríl 1828, d. 27. mars 1875.

Þorbjörg var með foreldrum sínum til a.m.k. 1832, fósturbarn á Ketilsstöðum í Mýrdal líklega 1832-1833, í Kerlingardal þar 1833-1840 eða 1842. Þá var hún niðursetningur á Götum þar til 1843, vinnustúlka á Kárhólmum þar 1843 til 1844/5, í Norður-Hvammi þar 1844/5 til 1846/8, í Fjósum 1846/8-1849. Þá var hún vinnukona í Jórvík í Álftaveri 1849-1853, á Mýrum þar 1853-1855.
Hún fluttist til Eyja 1855 og varð vinnukona hjá Guðna bróður sínum í Norðurgarði á því ári.
Við húsvitjun 1856 var hún bústýra Einar Jónssonar sjómanns í Einarshúsi og þar var barn Einars og fyrri bústýru, Guðrúnar Sigurðardóttur, - Guðmundur Einarsson, f. 10. apríl 1856, d. 2. ágúst 1936.
Þorbjörg lést í Einarshúsi 1858, 28 ára.

I. Þorbjörg eignaðist barn með Einari Jónssyni,
1. Einar Einarsson, f. 26. febrúar 1857, d. 17. febrúar 1860 úr kvefsótt.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.