Þjóðhátíðarvísa

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Þjóðhátíðarlag
1945 1948 1949
Þegar kvöldið kátt
Kyssir dag og nátt,
mörgum yljar minning heit.
Út við ystu sker
aldan leikur sér
­kveður sólin klettareit.
Þegar rökkvar, dátt er hér í Dalnum,
dansinn stiginn, óma hlátrasköll.
Söngvar hljóma frjálst í fjallasalnum.
Fléttast armar.
Bjartir bjarmar
birtu slá um tind og völl.
Hjörtun ung og ör
öll á sigurför.
Hefja vinir heillaskál
meðan stjarna stök
stikar himinvök.
­Líður nótt við leyndarmál.


Lag: Oddgeir Kristjánsson
Texti: ?