Þórunn Pálmadóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. maí 2020 kl. 18:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. maí 2020 kl. 18:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Þórunn Pálmadóttir''' húsfreyja, bókhaldsfulltrúi í Reykjavík fæddist 12. febrúar 1947 í Eyjum.<br> Foreldrar hennar voru Pálmi Pétursson (kennari)|Pálmi Péturs...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Þórunn Pálmadóttir húsfreyja, bókhaldsfulltrúi í Reykjavík fæddist 12. febrúar 1947 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Pálmi Pétursson kennari, f. 20. nóvember 1923 á Frostastöðum í Skagafirði, d. 8. nóvember 1993, og kona hans Aðalheiður Árný Árnadóttir frá Stóra-Hvammi, f. 5. desember 1925, d. 20. september 1989

Börn Aðalheiðar og Pálma:
1. Þórunn Pálmadóttir húsfreyja, bókhaldsfulltrúi í Reykjavík, f. 12. febrúar 1947. Maður hennar Aðalsteinn Ásgeirsson.
2. Gerður Pálmadóttir kaupmaður í Reykjavík, f. 24. febrúar 1948. Fyrrum eiginmaður Gunnar Pálsson.
3. Jón Arnar Pálmason, rekur byggingafyrirtæki, býr í Mosfellsbæ, f. 6. október 1950. Kona hans Elsa Baldvinsdóttir.
4. Aðalheiður Árný Pálmadóttir öryrki á Ísafirði, f. 27. ágúst 1954.
5. Bergljót Pálmadóttir húsfreyja, ritari við sjúkrahúsið á Ísafirði, f. 21. desember 1955. Maður hennar Gestur Benediktsson.
6. Hildigunnur Pálmadóttir öryrki á Reykjalundi, f. 14. maí 1958.

Þórunn var með foreldrum sínum í æsku, á Heimagötu 30, síðan í Reykjavík.
Hún gekk í Laugarnesskólann, tók landspróf í Gagnfæðaskólanum í Vonarstræti.
Þau Aðalsteinn giftu sig 1971, eignuðust fjögur börn.
Þórunn hóf störf utan heimilis 1982, vann hjá Reykjavíkurborg til 2017.

I. Maður Þórunnar, (26. nóvember 1971), er Aðalsteinn Ásgeirsson rafvirkjameistari, f. 27. febrúar 1946. Foreldrar hans voru Ásgeir Kristmundsson bóndi á Kvíabryggju, verkstjóri hjá Vegagerðinni, f. 23. júní 1905, d. 23. ágúst 1969, og kona hans Halldóra Elísabet Helgadóttir húsfreyja, f. 8. september 1908, d. 23. apríl 2002.
Börn þeirra:
1. Hildur Aðalsteinsdóttir sjúklingur, f. 13. ágúst 1967, d. 17. nóvember 2018.
2. Hekla Aðalsteinsdóttir húsfreyja, flugfreyja, f. 2. mars 1971. Maður hennar Egill Jónsson.
3. Arnar Helgi Aðalsteinsson hljóðtæknifræðingur, f. 11. mars 1972. Kona hans Ninja Elín Maggadóttir.
4. Íris Aðalsteinsdóttir húsfreyja, flugfreyja, f. 18. júlí 1980. Fyrrum maður hennar Gísli Olsen. Fyrrum maður hennar Jóhann Bachmann.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.