Þórunn Magnúsdóttir (Nýjahúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. apríl 2017 kl. 13:33 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. apríl 2017 kl. 13:33 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Þórunn Magnúsdóttir (Nýjahúsi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Þórunn Magnúsdóttir í Nýjahúsi, húsfreyja fæddist 23. maí 1872 í Kálfatjarnarsókn og lést 13. mars 1948.
Foreldrar hennar voru Magnús Bergsteinsson snikkari á Miðengi á Vatnsleysuströnd, Gull., f. 7. febrúar 1837, d. 24. maí 1883, og fyrri kona hans Guðrún Helgadóttir húsfreyja, f. 15. apríl 1848, d. 28. maí 1872.

Móðir Þórunnar lést 5 dögum eftir fæðingu hennar og faðir hennar er hún var 11 ára. Hún var 8 ára með föður sínum og Steinunni Sigríði Magnúsdóttur stjúpu sinni á Helgastöðum í Reykjavík 1880, líklega sú, sem var 18 ára vinnukona á Skeiði í Hvolhreppi 1890, var á Brekkum þar 1896, er hún eignaðist Ágústu.
Þórunn fluttist frá Kirkjulandi í A-Landeyjum til Eyja 1899, var vinnukona í Steinum 1901 og þar var Ísleifur hjú.
Þau Ísleifur giftu sig 1904, dvöldu þá í Steinum, en voru komin í Péturshús 1905. Þau byggðu Nýjahús og bjuggu þar 1906 og síðan.
Ísleifur lést 1932 og Þórunn 1948.

I. Barnsfaðir Þórunnar var Þorkell Guðmundsson trésmiður í Bolungarvík, f. 11. september 1870, d. 10. september 1910. Foreldrar hans voru Guðmundur Þorkelsson bóndi á Brekkum í Hvolhreppi, f. 3. júní 1828, d. 10. janúar 1904 og kona hans Ólöf Jónsdóttir húsfreyja, f. 28. ágúst 1843, d. 23. október 1924.
Barn þeirra var
1. Ágústa Þorkelsdóttir húsfreyja í Vetleifsholti og Miðgarði í Holtum f. 19. ágúst 1896 á Brekkum í Hvolhreppi, d. 30. júní 1974 í Reykjavík.

II. Maður Þórunnar, (10. janúar 1904), var Ísleifur Jónsson útgerðarmaður, sjómaður, formaður í Nýjahúsi, f. 6. september 1881 í Eyvindarhólasókn u. Eyjafjöllum, d. 20. desember 1932.
Börn þeirra:
2. Jónína Guðrún Ísleifsdóttir, f. 19. febrúar 1902 í Steinum, d. 18. júní 1974.
3. Eyjólfur Magnús Ísleifson skipstjóri, f. 13. september 1905 í Péturshúsi, d. 3. september 1991.
4. Jóhann Pétur Ísleifsson, f. 9. júlí 1908, d. 25. október 1934.
5. Steinunn Rósa Ísleifsdóttir húsfreyja, f. 7. júlí 1912 í Nýjahúsi, d. 13. júlí 1994.
6. Jón Ragnar Ísleifsson sjómaður, f. 16. september 1914 í Nýjahúsi, fórst með v.b. Sigurði Péturssyni frá Siglufirði í október 1934.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.