Þórhallur Gunnlaugsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Þórhallur Gunnlaugsson og Ingibjörg Ólafsdóttir

Þórhallur Gunnlaugsson fæddist 29. nóvember 1886 og lést 5. apríl 1966.
Foreldrar hans voru Gunnlaugur Jón Ólafs Halldórsson prestur á Breiðabólstað í Vesturhópi, V.-Hún., f. 3. október 1848, d. 9. mars 1893, og síðari kona hans Halldóra Kristín Vigfúsdóttir frá Arnheiðarsöðum í Fljótsdal, húsfreyja, kennari, f. 22. september 1855, d. 8. apríl 1939.

Hálfbróðir Þórhalls af sama föður var
1. Halldór Gunnlaugsson læknir.

Eiginkona Þórhalls var Ingibjörg Ólafsdóttir.

Hann var símstöðvarstjóri.

Þau hjón voru á meðal stofnenda Golfklúbbs Vestmannaeyja árið 1938 og var Þórhallur formaður klúbbsins frá byrjun til ársins 1945.

Þórhallur var einnig á meðal fyrstu stofnenda Taflfélags Vestmannaeyja. Þórhallur leikstýrði sýningunni „Hnefaleikarinn“ sem Kvenfélagið Líkn stóð fyrir á páskum 1938.

Þau bjuggu í Reykjavík seinni árin.