Þórelfur Kortsdóttir (Görðum við Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. júní 2015 kl. 21:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. júní 2015 kl. 21:07 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Þórelfur Kortsdóttir í Görðum við Kirkjubæ fæddist 9. janúar 1787 og lést 15. febrúar 1869.
Faðir hennar var Kort bóndi í Árbæ í Holtum, f. 1758 á Árbæ, d. 27. desember 1834 í Borgareyrum, Þorsteins bónda á Árbæ og víðar og hreppstjóra, á lífi 1765, Kortssonar bónda og lögréttumanns á Árbæ, f. um 1675, drukknaði um áttrætt á leið úr Landréttum, Magnússonar Kortssonar klausturhaldara Þormóðssonar Kortssonar bónda í Skógum undir Eyjafjöllum.
Móðir Þórelfar og kona Korts var Þorgerður húsfreyja á Árbæ, f. 14. september 1760, d. 10. nóvember 1819, Hannesar bónda á Stóruborg undir Eyjafjöllum, f. 1703, Árnasonar og konu Hannesar, Guðrúnar Hávarðsdóttur, f. 1720, á lífi 1784.

Þórelfur var systir Guðmundar Kortssonar bónda á Vilborgarstöðum og Gjábakka.

Maður Þórelfar, (13. desember 1835), var Gísli Andrésson sjómaður í Görðum.
Börn þeirra Þórelfar og Gísla voru:
1. Jón Gíslason, f. 10. desember 1836, d. 15. desember 1836 „af ginklofa“.
2. Kort Gíslason, f. 3. febrúar 1838, d. 11. s. mán. „af ginklofa“.
3. Valdís Gísladóttir, f. 24. júní 1839, d. 3. júlí s. ár „af ginklofa“.
4. Þorgerður Gísladóttir, f. 16. ágúst 1840, d. 8. ágúst 1919, fyrri kona (skildu) Sigurðar Sigurfinnssonar hreppstjóra. Hún bjó síðan í Skel.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók I–Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.
  • Saga Vestmannaeyja. Sigfús M. Johnsen. Ísafoldarprentsmiðja H.F. 1946.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.