Þórdís Árnadóttir (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Þórdís Magnúsína Árnadóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum f. 1859, d. 25. október 1910.
Faðir hennar var Árni bóndi, formaður, hreppstjóri og alþingismaður (1861) á Vilborgarstöðum, f. 12. júní 1824, d. 19. febrúar 1899, Einarsson bónda og meðhjálpara þar 1835, f. 1769 að Vatnsskarðshólum í Mýrdal, d. 18. mars 1852, Sigurðssonar bónda þar, f. 1721, Magnússonar, og seinni konu Sigurðar, Hallfríðar húsfreyju, f. 1732 í Kúfhól í A-Landeyjum, d. 3. maí 1820 á Geirlandi á Síðu, Einarsdóttur.
Móðir Árna á Vilborgarstöðum og kona Einars var Vigdís húsfreyja, f. 1781 á Vilborgarstöðum, Guðmundsdóttir bónda og hreppstjóra þar, f. 1757, d. 4. apríl 1836, Jónssonar, og konu Guðmundar, Þorlaugar húsfreyju, f. 1750, d. 27. október 1803, Eiríksdóttur. Hún var fyrri kona Guðmundar.

Móðir Þórdísar og kona Árna Einarssonar var Guðfinnu Austmann, f. 1823 á Mýrum í Álftaveri, V-Skaft., d. 7. apríl 1897, Jónsdóttir prests að Ofanleiti, f. 13. maí 1787 á Eystri-Lyngum í Meðallandi, d. 20. ágúst 1858 að Ofanleiti, Jónssonar „kögguls“ prests síðast á Kálfafelli í Fljótshverfi, V-Skaft, f. 1758, d. 6. mars 1839, Jónssonar, og konu Jóns „kögguls“, Guðnýjar húsfreyju, f. 1757 á Hellum í Mýrdal, d. 4. júlí 1839 í Kálfafellssókn, Jónsdóttur.
Móðir Guðfinnu og kona sr. Jóns Austmanns var Þórdís húsfreyja, f. 1788 á Þykkvabæjarklaustri, d. 3. september 1859 í Eyjum, Magnúsdóttir bónda og klausturhaldara á Þykkvabæjarklaustri, f. 1732, d. 26. nóvember 1802, Andréssonar, og konu Magnúsar, Helgu húsfreyju, f. 1752 í Presthúsum í Mýrdal, d. 26. nóvember 1826 á Mýrum í Álftaveri, Ólafsdóttur.

Börn Guðfinnu og Árna:
1. Ólöf Árnadóttir, f. 29. desember 1848, dó ungbarn.
2. Sigurður Árnason, f. 19. maí 1850, d. 19. september 1853 úr „barnaveiki“.
3. Einar Árnason kennari, verslunarmaður, kaupmaður í Rvk, f. 16. október 1852, d. 16. mars 1923.
4. Sigurður Árnason, f. 16. desember 1853, d. 28. desember 1853 úr ginklofa.
5. Jón Árnason kaupmaður í Rvk, f. 24. maí 1855, d. 10. janúar 1933.
6. Sigfús Árnason tónlistarmaður, alþingismaður, f. 10. september 1856, d. 5. júni 1922.
7. Þórdís Magnúsína Árnadóttir húsfreyja, f. 6. ágúst 1859, d. 25. október 1910.
8. Lárus Matthías Árnason lyfsali í Bandaríkjunum, f. 24. júní 1862, d. 14. nóvember 1909.
9. Kristmundur Árnason, f. 2. júní 1863. Hann fór til Vesturheims 1887.
Fóstursonur Árna var sonur Guðfinnu
10. Jóhann J. Johnsen veitingamaður, kaupmaður og bóndi, einn af ættfeðrum Johnsenættarinnar.

I. Maður Þórdísar, (26. október 1893), var Guðlaugur Vigfússon verslunarmaður og bjargveiðimaður á Vilborgarstöðum, síðar í Grafarholti við Kirkjuveg, f. 18. ágúst 1864, d. 4. maí 1942.
Þau Þórdís munu hafa átt eitt barn, sem dó í bernsku (Mt 1910).

Síðari kona Guðlaugs var Margrét Hróbjartsdóttir, f. 15. maí 1881, d. 8. júlí 1964. Þau bjuggu lengi að Grafarholti við Kirkjuveg.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
  • Saga Vestmannaeyja. Sigfús M. Johnsen. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.