Þór

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 4. júní 2012 kl. 12:04 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. júní 2012 kl. 12:04 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Einnig var til Íþróttafélag sem hét Þór. Sjá Íþróttafélagið Þór.


Varðskipið Þór
Frá komu björgunar- og varðskipsins Þórs til heimahafnar í Eyjum 26.mars 1920
Þór
Skipstjóri:
Útgerð: Björgunarfélag Vestmannaeyja
Þyngd: 23 brúttótonn
Lengd: 14.60m
Breidd: 4.40m
Ristidýpt: 1.10m
Vélar: 2 Volvo Penta Tamo 122a vélar
Siglingahraði: 27 sjómílur
Tegund: Björgunarskip
Bygging: 1993, Ulsteinvik, Noregi
er 480 hestöfl

Fyrsta varðskip Vestmannaeyinga og jafnframt Íslendinga hét Þór. Það kom til Vestmannaeyja 26. mars árið 1920. Björgunarfélag Vestmannaeyja keypti skipið, sem hét Thor, með hjálp úr landssjóði. Tilgangur skipsins var að hafa eftirlit með fiskibátum Eyjamanna og aðstoða í tilfallandi verkefnum. Árið 1924 ákvað dómsmálaráðuneytið að nýta skipið einnig til landhelgisgæslu og lét setja 47 mm fallbyssu á það. Árið 1926 lét Landhelgisgæslan smíða nýtt skip sem hét Óðinn og keypti Gæslan þá einnig Þór af Björgunarfélaginu.

Hinn nýi björgunarbátur Björgunarfélags Vestmannaeyja heitir einnig Þór.

Skipstjórar á Þór

  • Jóhann P. Jónsson 1920-1926
  • Friðrik V. Ólafsson 1926-1929

Sjá einnig:
Björgunarfélag Vestmannaeyja,
Blik 1971/Björgunar- og varðskip,
Blik 1971/Sigurður Sigurðsson, lyfsali og hugsjónir hans og
Blik 1980/Minning feðranna er framhvöt niðjanna.
Blik 1971/Gamlar myndir
Blik 1978/Minnismerki um einstakt afrek Eyjabúa (mynd)
Blik 1980/Kápumynd


Heimildir

  • Haraldur Guðnason. Við Ægisdyr: Saga Vestmannaeyjabæjar í 60 ár. II. bindi. Reykjavík: Vestmannaeyjabær, 1991.