Þórður Magnússon (Skansinum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. nóvember 2018 kl. 17:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. nóvember 2018 kl. 17:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Þórður Magnússon''' frá Skansinum, verktaki, bifreiðastjóri fæddist þar 17. apríl 1933.<br> Foreldrar hans voru Magnús Þórðarson (Skansinum)|Magnús...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Þórður Magnússon frá Skansinum, verktaki, bifreiðastjóri fæddist þar 17. apríl 1933.
Foreldrar hans voru Magnús Þórðarson kaupmaður, verkamaður f. 24. desember 1876 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 1. apríl 1955, og kona hans Gíslína Jónsdóttir húsfreyja, f. 21. nóvember 1889 í Bakkakoti u. Eyjafjöllum, d. 22. mars 1984.

Börn Magnúsar og Gíslínu:
1. Halldóra Guðleif Magnúsdóttir húsfreyja, f. 18. nóvember 1917 í Litla-Hvammi, d. 28. desember 2004.
2. Drengur, f. 15. janúar 1919 í Litla-Hvammi, lést nokkurra daga gamall.
3. Sigríður Gunnlaugsdóttir Magnúsdóttir húsfreyja, f. 4. maí 1921 í Litla-Hvammi, d. 30. ágúst 2013.
4. Ívar Magnússon verkstjóri, síðast í Garði í Gerðahreppi, f. 3. október 1923 í Litla-Hvammi, d. 13. nóvember 2005.
5. Guðjón Gísli Magnússon sjómaður, f. 20. október 1924 í Litlakoti, d. 27. febrúar 2000.
6. Óskar Magnússon sjómaður, f. 15 ágúst 1927 á Miðhúsum, d. 7. janúar 1950.
7. Guðrún Lilja Magnúsdóttir ljósmóðir, f. 27. september 1928 á Miðhúsum, d. 11. ágúst 2012.
8. Magnús Magnússon bóndi, verkamaður, f. 10. febrúar 1930 á Miðhúsum, d. 3. janúar 2009.
9. Klara Magnúsdóttir húsfreyja, f. 16. október 1931 á Miðhúsum, d. 6. desember 1987.
10. Þórður Magnússon bifreiðastjóri, verktaki, f. 11. apríl 1933 á Skansinum við Strandveg 1c.
11. Guðmundur Magnússon blikksmiður, f. 19. september 1934 á Skansinum við Strandveg 1c, d. 4. janúar 2014.

Börn Magnúsar og Margrétar Bjarnadóttur sambýliskonu hans:
12. Þórarinn Sigurður Thorlacius sjómaður, f. 27. nóvember 1906 í Langa-Hvammi, drukknaði 29. janúar 1940.
13. Magnús Sigurður Hlíðdal sjómaður, f. 11. júlí 1910 í Langa-Hvammi.
14. Anna Sigrid Magnúsdóttir húsfreyja, f. 23. febrúar 1913 í Langa-Hvammi, d. 20. apríl 1991.

Börn Magnúsar og Magneu Gísladóttur.
15. Hafsteinn Magnússon kyndari, f. 17. júní 1913, d. 30. desember 2002.
16. Axel Hálfdán Magnússon sjómaður, símsmiður, f. 28. maí 1914 í Litla-Hvammi, d. 8. janúar 2000.
17. Þorbjörn Ólafur Maríus Magnússon sjómaður, f. 19. september 1916 í Litla-Hvammi, d. í apríl 1943.

Föðursystkini Þórðar Magnússonar í Eyjum:
1. Þorkell Þórðarson í Sandprýði, f. 7. desember 1872 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 14.júlí 1945.
2. Magnús Þórðarson Thorlacius kaupmaður, bóndi, verkamaður á Skansinum, f. 24. desember 1876 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 1. apríl 1955.
3. Gísli Þórðarson verkamaður, f. 5. desember 1877 að Ormskoti í Fljótshlíð, síðast í Görðum, d. 7. nóvember 1943.
4. Guðrún Þórðardóttir verkakona, f. 31. ágúst 1882 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 1. mars 1878.
Barn Þórðar og fyrri konu hans Sigríðar Nikulásdóttur, f. 8. mars 1838, d. 24. maí 1864 var
5. Ívar Þórðarson á Mið-Sámsstöðum í Fljótshlíð, bóndi, síðar í Eyjum, f. 3. september 1863, d. 10. apríl 1924.

Þórður var með foreldrum sínum í æsku.
Hann vann lengi við fiskiðnað í Hraðfrystistöðinni, var verktaki við hreinsun bæjarins eftir Gosið 1973, sá um flutning á búslóðum Eyjafólks til lands fyrir Viðlagasjóð í tvö ár. Þá sáu þeir Arnar Sighvatsson um vöruafgreiðslu Herjólfs og unnu síðan við hitaveituframkvæmdir í bænum.
Þeir stofnuðu félagið Vinnutæki ehf. og voru verktakar við ýmsar byggingaframkvæmdir í 9 ár, og síðan rak Þórður fyrirtækið árum saman. Hann var síðan bifreiðastjóri.
Þau Hrönn giftu sig 1957, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Sætúni, Bakkastíg 10 1954-1959. Þau byggðu húsið við Bakkastíg 16 og bjuggu þar til Goss. Á gostímanum fluttust þau á Hvolsvöll og víðar, en voru lengst í Kópavogi, fluttust til Eyja 1975, bjuggu eitt sumar í Dölum og á Túngötu 24 1975-1977, en fluttu í apríl á því ári í nýbyggt hús sitt við Stapaveg 10.

I. Kona Þórðar, (28. september 1957), er Hrönn Vilborg Hannesdóttir húsfreyja, f. 22. febrúar 1939.
Börn þeirra:
1. Hanna Margrét Þórðardóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 24. maí 1955. Maður hennar er Óskar Valtýsson.
2. Ósk Þórðardóttir húsfreyja, tannlæknir í Reykjavík, f. 27. júní 1957 í Sætúni. Maður hennar er Kristinn Leifsson.
3. Guðbjörg Þórðardóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Garðabæ, f. 5. mars 1964. Maður hennar var Viðar Einarsson.
4. Elín Þórðardóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Kópavogi, f. 4. júní 1970. Sambýlismaður var Ísólfur Ásmundsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.