Þórður Benediktsson (framkvæmdastjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Þórður Benediktsson)
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Þórður Benediktsson, verkstjóri og alþingismaður.

Þórður Benediktsson, verkstjóri, var landskjörinn þingmaður árið 1942. Hann var fæddur að Grenjaðarstað í Suður-Þingeyjarsýslu 10. mars 1898. Þórður lést í Reykjavík 14. apríl 1982. Foreldrar hans voru Benedikt prófastur þar Kristjánsson, og síðari kona hans Ólöf Ásta Þórarinsdóttir bónda að Víkingavatni í Kelduhverfi Björssonar. Þórður kvæntist þann 23. júní 1923 Önnu Camillu (fædd 3. júlí 1900) dóttur Ólavs Hansen sjálfseignarbónda í Grundmosegaard á Norður-Sjálandi og konu hans, sem var sænsk að uppruna.

Verslunarpróf í Reykjavík 1919. Verslunarmaður í Reykjavík 1919-1920. Dvaldist erlendis 1920-1923. Settist að í Vestmannaeyjum í febrúar 1924, hafði þar á hendi verkstjórn og starfaði auk þess við fiskmat og verslun. Vann hjá Sambandi íslenskra berklasjúklinga 1943-1974. Framkvæmdastjóri Vöruhappdrættis SÍBS frá stofnun þess 1949 og til 1967. Varaformaður stjórnar Sambands íslenskra berklasjúklinga 1946-1954, formaður 1955-1974.

Myndir


Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.