Þórður Þórðarson (Kastala)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 31. janúar 2016 kl. 17:35 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 31. janúar 2016 kl. 17:35 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Þórður Þórðarson í Kastala fæddist 4. september 1863 í Kastala og lést 10. september 1902, líklega í Vesturheimi.
Foreldrar hans voru Geirdís Þórðardóttir, þá húsfreyja í Kastala, f. 1821, d. 1. febrúar 1893, og Þórður Árnason, f. 3. maí 1809, d. 7. september 1869.

Þórður var með foreldrum sínum í Þórðarhjalli 1864 og í Háagarði 1867, í Ólafshúsahjalli 1868.
Hann var með ekkjunni móður sinni í Elínarhúsi 1870.
Vinnumaður í Boston var hann 1880.
Hann fór til Vesturheims 1890 frá Elínarhúsi.

I. Kona Þórðar var Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 24. júlí 1849, d. 8. maí 1931. Hún var þá ekkja eftir Einar Jónsson mormóna og smið, f. 16. ágúst 1839, d. í Eyjum 25. maí 1890.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Utah Icelandic Settlement.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.