Þórður Ólafsson (Snæfelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Þórður Ólafsson frá Snæfelli, Hvítingavegi 8, sjómaður, vélstjóri, verkamaður, fæddist 24. maí 1906 á Drangastekk í Vopnafirði og lést 18. maí 1975.
Foreldrar hans voru Ólafur Oddsson útvegsbóndi, síðar verkamaður í Eyjum, f. 16. ágúst 1871 á Ragnheiðarstöðum í Flóa, d. 1. mars 1957, og kona hans Oddný Runólfsdóttir húsfreyja, f. 2. mars 1876 í Böðvarsdal í Vopnafirði, d. 27. júní 1947.

Börn Ólafs og Oddnýjar í Eyjum:
1. Ólafur Ólafsson skipstjóri á hafnarbátunum Brimli og Létti, f. 5. desember 1900 á Drangastekk í Vopnafirði, d. 8. ágúst 1978.
2. Jónína Ólafsdóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 14. júní 1903 á Drangastekk í Vopnafirði, d. 25. júlí 1971.
3. Runólfur Ólafsson sjómaður, bólstrunarmeistari, húsvörður á Akranesi, f. 24. október 1904, d. 14. febrúar 1991.
4. Þórður Ólafsson sjómaður, vélstjóri, verkamaður, f. 24. maí 1906 á Drangastekk í Vopnafirði, d. 18. maí 1975.
5. Ásgerður Theodóra Ólafsdóttir, f. 29. september 1910 á Drangastekk í Vopnafirði, d. 23. desember 1988.
6. Ólöf Oddný Ólafsdóttir húsfreyja, f. 29. september 1914 á Drangastekk í Vopnafirði, d. 16. janúar 1986.
7. Valgeir Ólafsson sjómaður, verkamaður, f. 30. september 1916 á Drangastekk í Vopnafirði, d. 9. janúar 1991.

Þórður var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim frá Norðfirði til Eyja 1926 og var með þeim á Snæfelli 1930.
Hann var síðar vélstjóri á Stokkseyri og í Grindavík, verkamaður þar, síðar verkamaður í Reykjavík.
Þórður lést 1975 og Sigrún 2008.

I. Kona Þórðar var Sigrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 23. janúar 1915 í Litla-Skarði í Stafholtstungum í Borgarfirði, d. 18. ágúst 2008.
Börn þeirra:
1. Gylfi Þórðarson, f. 4. október 1943. Kona hans var Hrönn Kristjánsdóttir.
2. Dagný Þórðardóttir, f. 10. mars 1945, d. 12. mars 1982. Maður hennar var Reynir Ríkharðsson.
3. Andvana drengur.
4. Rúnar Þór Þórðarson, f. 17. desember 1951. Fyrri kona hans var Björk Birgisdóttir. Síðari kona hans Margrét Guðfinnsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.