Úr fórum Árna Árnasonar. Verk annarra/Nokkrir gamlir húsgangar úr Eyjum

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.




Úr fórum Árna Árnasonar
Nokkrir gamlir húsgangar úr Eyjum.
Höfundar eru mér algjörlega ókunnir, en vísurnar
þekktar á flökti um bæinn fyrr og síðar.


Helgi missti háf undir borði
hann var gildur mánaðarforði.
kættist lítið Kristín í Gerði
kallar slíkt ei ábataferðir.
Það er grey og svívirt svei,
svaraði peyi skjalda,
eg vil fleyi að Elliðaey,
enganveginn halda.
Eiríkur minn frá Árnagerði
upp á Vertshúsið skunda réð,
keypti kaffi vægu verði
víst hef eg þetta heyrt og séð.
Sex skildinga var bollinn bert,
bæði var kaffið heitt og sterkt.
Viltu í nefið vinur fá,
veit ég kvefið minnkar þá.
Mærðarstefið mitt skal tjá,
að mér var gefið baukinn á.
Fúsi í Holti sendi svein
sína að vekja drengi.
Í húsum flestum heyrðist vein
sem hljómaði skært og lengi.
Brögnum flestum blöskraði,
hvað blundaði þundur stála.
Því átján sinnum öskraði
í hann Svein á Skála.
Stelur, felur, smellinn, smýgur,
smjaðrar, þvaðrar alla tíð.
Klagar, jagar, kjaftar, lýgur
kellinn, brellin ár og síð.
Ýtar brátt á ufsa hlað
ýttu knörr frá ströndum,
en Gísli í Kornhól gekk af stað
til að gæta að Hönnu á Löndum.
Þessi síðasta vísa að ofan er eftir vinnukonu,
sem var hjá Lárusi hreppstjóra og Kristínu konu hans í Kornhól.
Gísli Lárusson var þá sex ára gamall.
Hollenzki konsúllinn hýddur var
eina heiðskíra vetrarnótt.
Blóðugan rassinn í burtu bar
og bölvaði feikna gnótt.
Nú á hausti hörmungar,
hanga í naustum fleyturnar.
Tindar traustir tigninnar
titra í vindi skelfingar.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit