Óskar Illugason (Hjalteyri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Elías Óskar Illugason.

Elías Óskar Illugason skipstjóri fæddist 1. nóvember 1909 á Brekku og lést 13. maí 1975.
Foreldrar hans voru Illugi Hjörtþórsson formaður, f. 26. júlí 1886 á Eyrarbakka, d. 30. nóvember 1930, og kona hans Margrét Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 26. júní 1883 á Núpi u. Eyjafjöllum, d. 24. júní 1945.

Börn Illuga og Margrétar voru:
1. Elías Óskar Illugason formaður, síðast í Hafnarfirði, f. 1. nóvember 1909 á Brekku, d. 13. maí 1975.
2. Einar Sölvi Illugason vélvirkjameistari, f. 1. apríl 1911 á Brekku, d. 28. ágúst 1972.
3. Gréta Vilborg Illugadóttir húsfreyja á Akri, síðast í Kópavogi, f. 13. apríl 1912 á Brekku, d. 1. mars 1999.
4. Gunnlaugur Sæmundur Illugason, f. 28. nóvember 1914 í Landlyst, d. 2. júní 1916.
5. Gunnlaugur Hólm Illugason, f. 17. september 1917 í Landlyst, d. 24. nóvember 1918.
6. Guðný Inga Illugadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 28. júní 1920 í Landlyst, d. 16. nóvember 2001.
7. Þóra Hólm Illugadóttir Hind húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 2. mars 1928 á Hjalteyri.
Barn Illuga með Guðnýju Eyjólfsdóttur, þá í Úthlíð, f. 7. júní 1890, d. 10. febrúar 1979:
8. Jóna Alda Illugadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 17. júlí 1918 í Úthlíð, d. 2. ágúst 1992.

Óskar var með foreldrum sínum í æsku, með þeim á Laugalandi 1927.
Hann tók próf frá Vélskóla Vestmannaeyja 1930 og fékk skipstjórnarréttindi um svipað leyti, var formaður til heimilis hjá móður sinni á Hjalteyri í lok ársins.
Þau Elín giftu sig 1933, eignuðust Jósef Birgi á Sólvöllum, Kirkjuvegi 27 á því ári.
Þau fluttust í Garðinn, eignuðust tvö börn, fluttust til Hafnarfjarðar 1946 og bjuggu þar síðan.
Óskar var skipstjóri á mb. Stefni GK 329 um 12 ára skeið, keypti síðan mb. Blíðfara GK 40 og var skipstjóri á honum og gerði hann út um nokkurra ára skeið. Hann fékkst við útgerð uns hann tók að sér talstöðvarþjónustu í Hafnarfirði á meðan hún var rekin.
Óskar lést 1975 og Elín 2006.

I. Kona Óskars, (1. júlí 1933), var Elín Jósefsdóttir húsfreyja, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, f. 30. júní 1915 í Reykjavík, d. 20. maí 1996.
Börn þeirra:
1. Jósef Birgir Óskarsson skipstjóri, f. 26. nóvember 1933 á Sólvöllum, d. 30. nóvember 2006. Kona hans,(skildu), var Ásta G. Ingvarsdóttir húsfreyja, 28. nóvember 1943 í Reykjavík.
2. Skúli Grétar Óskarsson vélstjóri í Grindavík, f. 16. júlí 1939 í Reykjavík. Kona hans Rós Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 19. júní 1947 í Reykjavík.
3. Illugi Þórir Óskarsson vélstjóri í Hafnarfirði, f. 24. janúar 1944 í Gerðum í Garði. Kona hans: Guðrún Margrét Pétursdóttir húsfreyja, f. 4. febrúar 1942 í Reykjavík.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 24. maí 1996. Minning Elínar Jósefsdóttur
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.
  • Valdaætt. Niðjatal Valda Ketilssonar bónda á Sauðhúsvöllum undir Eyjafjöllum og k.h. Katrínar Þórðardóttur. Magnea Árnadóttir. Handrit 1992.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.