Óskar Haraldsson (Nikhól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Óskar Haraldsson frá Nikhól, netagerðarmeistari fæddist þar 7. ágúst 1929 og lést 22. ágúst 1985.
Foreldrar hans voru Haraldur Þorsteinsson frá Grímsstöðum í V-Landeyjum, verkamaður í Nikhól og á Grímsstöðum, f. 5. janúar 1902, d. 11. desember 1974, og kona hans Matthildur Málfríður Gísladóttir húsfreyja, f. 22. janúar 1898 í Norðurhjáleigu í Álftaveri, d. 31. mars 1976.

Börn Matthildar og Haraldar:
1. Þóra Haraldsdóttir húsfreyja, f. 4. apríl 1925 í Gerði, d. 13. apríl 2001.
2. Þorsteina Guðbjörg Haraldsdóttir, f. 14. júní 1926 í Nikhól, d. 27. mars 1927.
3. Gunnar Þorbjörn Haraldsson vélstjóri, húsvörður, f. 21. apríl 1928 í Nikhól, d. 30. desember 2010.
4. Óskar Haraldsson netagerðarmeistari, f. 7. ágúst 1929 í Nikhól, d. 22. ágúst 1985.
5. Guðbjörg Erla Haraldsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, verkakona, f. 21. júlí 1931 í Nikhól, d. 5. júní 2018.

Óskar var með foreldrum sínum í æsku, í Nikhól og síðan á Grímsstöðum.
Þau Ásta giftu sig 1954, bjuggu á Grímsstöðum til 1976 að undantekinni útilegu í Gosinu, en síðan á Höfðavegi 57.
Óskar lést 1985. Ásta hefur búið á Helgafellsbraut 23b frá 1994.

I. Kona Óskars, (16. október 1954), var Ásta Haraldsdóttir frá Fagurlyst, húsfreyja, starfsmaður á Sjúkrahúsinu, f. 28. nóvember 1934.
Börn þeirra:
1. Haraldur Óskarsson netagerðarmeistari, f. 6. janúar 1955 á Grímsstöðum.
2. Hörður Óskarsson viðskiptafræðingur í Eyjum, fjármálastjóri, aðalbókari, f. 18. ágúst 1957 á Grímsstöðum, d. 16. maí 2015.
3. Elínborg Óskarsdóttir húsfreyja, f. 12. september 1958 á Grímsstöðum.
4. Sigbjörn Þór Óskarsson netagerðarmeistari, f. 28. október 1962 á Grímsstöðum.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.