Óskar Guðjónsson (Strandbergi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. desember 2017 kl. 14:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. desember 2017 kl. 14:36 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Jóhann Óskar Guðjónsson frá Strandbergi, verkamaður fæddist 19. september 1913 á Strandbergi og lést 5. mars 1992.
Foreldrar hans voru Guðjón Júlíus Guðjónsson frá Sjólyst, útvegsbóndi, síðar málari í Reykjavík, f. 6. júlí 1884, d. 26. september 1952, og kona hans Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 21. febrúar 1887 á Miðsitju í Miklabæjarsókn í Skagafirði, d. 2. febrúar 1919.

Börn Guðjóns Júlíusar og Guðbjargar voru:
1. Magnús Guðjón Guðjónsson rakarameistari í Keflavík, f. 31. desember 1907 í Sjólyst, d. 24. júní 1956.
2. Svava Jónfríður Guðjónsdóttir, f. 26. ágúst 1909 á Strandbergi, d. 18. febrúar 1911 á Strandbergi.
3. Svava Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 8. febrúar 1911 á Strandbergi, síðast í Reykjavík, d. 10. nóvember 1991.
4. Laufey Guðbjörg Guðjónsdóttir húsfreyja í Grindavík, f. 12. apríl 1912 á Strandbergi, d. 26. júlí 1982.
5. Jóhann Óskar Guðjónsson verkamaður á Suðurnesjum, f. 19. september 1913 á Strandbergi, d. 5. mars 1992.
Barnsmóðir Guðjóns var Arndís Jónsdóttir lausakonu, var síðar ógift prjónakona í Reykjavík, f. 15. apríl 1882, d. 3. ágúst 1978.
Barn þeirra:
6. Beta Einarína Guðjónsdóttir, f. 11. september 1920 í Eyjum, d. 5. apríl 1965.

Guðbjörg móðir Óskars lést, er hann var á sjötta árinu.
Hann fór í fóstur að Skaftárdal á Síðu og var þar fram yfir fermingu.
Óskar fluttist í Voga á Vatnsleysuströnd og var vinnumaður, landverkamaður hjá Sigurjóni Waage útvegsbónda í Stóru-Vogum.
Þau Ragnheiður hófu búskap í Keflavík, en fluttust í Voga og bjuggu þar meðan hún lifði. Þau eignuðust tvö börn. Ragnheiður lést 1987.
Óskar vann hjá Aðalverktökum á Keflavíkurvelli í 28 ár.
Hann lést 1992.

I. Kona Óskars var Ragnheiður Gróa Vormsdóttir húsfreyja, f. 18. september 1922, d. 4. september 1987.
Börn þeirra:
1. Bjarndís Steinþóra Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 11. október 1950. I. Fyrri maður hennar var Sigurbjörn Hrólfur Jóhannesson þungavinnuvélstjóri, f. 21. ágúst 1947, d. 18. mars 1975. II. Síðari maður Steinþóru var Páll Sævar Kristinsson, f. 28. apríl 1948, d. 11. október 1996.
2. Inga Ósk Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 15. nóvember 1953. Maður hennar er Jónas Jónsson, f. 8. september 1951.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.