Óskar Eyjólfsson (Laugardal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. júní 2007 kl. 08:10 eftir Dadi (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. júní 2007 kl. 08:10 eftir Dadi (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Óskar Eyjólfsson fæddist 10. janúar 1917 og lést 25. febrúar 1953. Hann var formaður á Tjald VE 225 og á Guðrúnu. Óskar varð aflakóngur þrjú ár í röð 1950,51 og 52.

Loftur Guðmundsson samdi formannsvísu um Óskar:

Þá er aldan iðukvik
og æðiris á faldi
ef Óskar hikar augnablik
út til miða á Tjaldi.

Óskar Kárason samdi einnig formannavísu um Óskar:

Guðrúnu á grimman sjá
gildur Óskar setur.
Kóngur afla kappinn sá
kallast hér í vetur.



Heimildir

  • Óskar Kárason. Formannavísur. Vestmannaeyjum, 1950.
  • Sjómannadagsblað Vestmannaeyja. 1995.