Óskar Lárusson (útgerðarmaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Óskar Ástvaldur Lárusson)
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Óskar Ástvaldur Lárusson.

Óskar Ástvaldur Lárusson útgerðarmaður og umboðsmaður, fæddist 13. des. 1911 í Bjarnaborg í Norðfirði og lézt 29. maí 2002.
Foreldrar hans voru Lárus útvegsbóndi og sjómaður í Sjávarborg í Neskaupstað, f. 9. sept. 1886 á Karlsstöðum í Vöðlavík, S. Múl., d. 15. sept. 1974, Ásmundar bónda í Vöðlavík, Jónssonar og konu Ásmundar, Þórunnar Halldórsdóttur. Móðir Óskars Ástvaldar og kona Lárusar (27. nóv. 1910) var Dagbjört húsmóðir, f. 16. apríl 1885 á Krossi í Mjóafirði eystri, d. 6. sept. 1977, Sigurðar bónda á Krossi Þorsteinssonar, Hinrikssonar og konu Sigurðar, Solveigar húsfreyju á Krossi, Gísladóttur, Eyjólfssonar.

Óskar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann hóf snemma sjómennsku, í fyrstu með föður sínum á árabát, síðar á trillu. Hann varð snemma útgerðarmaður og síðasta skip hans var togskipið Hafþór NK 76.
Óskar var meðlimur í Samvinnufélagi útgerðarmanna í Neskaupstað (SÚN) og var í varastjórn og stjórn þess í 33 ár.
Hann hafði umsjón og framkvæmd með byggingu hraðfrystihúss SÚN og sá einnig um kaup á vélum þess og tækjum. Óskar var einn af stofnendum Olíusamlags útvegsmanna á Norðfirði 1947 og var stjórnarformaður þess frá stofnun þar til hann flutti Suður og var einnig starfsmaður þess í mörg ár. Hann hafði forgöngu að stofnun síldarsöltunarstöðvarinnar Drífu hf. í Neskaupstað og var framkvæmdastjóri fyrirtækisins meðan það starfaði. Hann var umboðsmaður síldarútvegsnefndar í Neskaupstað í 15 ár. Árið 1970 varð Óskar heilbrigðisfulltrúi fyrir Neskaupstað og var einnig trúnaðarmaður Verðlagseftirlitsins þar í nokkur ár. Eftir að hann flutti Suður starfaði hann sem sölumaður hjá Nóa-Síríusi hf. í tíu ár og lauk störfum þar árið 1986, þá 75 ára gamall.
Þau Sigríður giftu sig 1933 í Eyjum, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Eyjum í 3 ár, í Neskaupstað í nær 40 ár, síðan í Mosfellssveit, en að síðustu í Reykjavík.
Óskar lést 2002 og Sigríður 2004.

I. Kona Óskars Ástvaldar, (14. apríl 1933 í Eyjum), var Sigríður Árnadóttir frá Burstafelli, húsfreyja, f. 19. september 1910 á Stuðlum í Norðfirði, d. 13. apríl 2004.
Börn þeirra:
1. Árndís Lára, f. 4. ágúst 1933, búsett í Reykjavík Maður hennar Friðrik Jón Sigurðsson.
2. Óskar Sigurður, f. 8. júní 1941 í Neskaupstað, búsettur í Noregi. Kona hans Kirsti Helene Óskarsson, f. Guttormsen.
3. Ólafur, f. 21. marz 1946 í Neskaupstað, sölumaður, sölustjóri, búsettur í Mosfellsbæ, d. 13. apríl 2023. Kona hans Fanney Valgarðsdóttir.

Myndir


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.