Ólafur Thorarensen (læknir)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 31. ágúst 2015 kl. 21:30 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 31. ágúst 2015 kl. 21:30 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ólafur Thorarensen (læknir)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Ólafur Thorarensen læknir fæddist 6. október 1794 á Möðruvöllum í Hörgárdal og lézt 10. júní 1870.
Foreldrar hans voru Stefán Þórarinsson amtmaður á Möðruvöllum í Hörgárdal, - (börn hans tóku sér Thorarensen-nafnið)- og kona hans Ragnheiður Vigfúsdóttir Scheving.
Ólafur lauk læknaprófi í Kaupmannahöfn 1819. Hann var sendur til Eyja 1821 m.a. til rannsókna á ginklofanum og dvaldi í eitt ár í Kornhól, fór að Möðruvöllum 1822.
Ólafur skrifaði skýrslu til yfirvalda að starfi sínu loknu um lifnaðarhætti fólks og ástandið í heilbrigðismálum.
Hann settist ekki í embætti, en gerðist bóndi á Espihóli í Hrafnagilshreppi, síðan að Hofi í Hörgárdal í Eyjafirði. Var hann stundum settur læknir í austurhéraði Norðuramtsins.

Kona Ólafs var Halldóra Thorarensen húsfreyja, f. 6. nóvember 1806, d. 8. júní 1875, Þorláksdóttir bónda að Skriðu í Hörgárdal Hallgrímssonar og síðari konu Þorláks, Margrétar Björnsdóttur húsfreyju.
Þau eignuðust 7 börn, 5 komust upp.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.