Ólafur Nikulásson (Héðinshöfða)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. mars 2017 kl. 17:11 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. mars 2017 kl. 17:11 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Ólafur Nikulásson.

Ólafur Nikulásson bifreiðastjóri frá Héðinshöfða fæddist 23. mars 1920 á Móeiðarhvoli í Hvolhreppi og lést 27. maí 1987.
Foreldrar hans voru Nikulás Ívarsson frá Mið-Sámsstöðum í Fljótshlíð, verkamaður, f. 21. september 1893, d. 10. september 1971, og kona hans Ólöf Bjarnadóttir frá Háfshjáleigu í Djúpárhreppi, Rang., húsfreyja, f. 31. október 1892, d. 5. maí 1963.

Börn Nikulásar og Ólafar:
1. Ólafur Nikulásson, f. 23. mars 1920 á Móeiðarhvoli, Rang., d. 27. maí 1987.
2. Bjarndís Jóhanna Nikulásdóttir, f. 14. mars 1921 á Hemlu í Rang., síðast á Selfossi, d. 9. júní 1983.
3. Inger Ester Nikulásdóttir, f. 8. júní 1924 í Rang., síðast í Reykjavík, d. 11. ágúst 1999.
4. Ívar Nikulásson bifreiðastjóri, f. 22. ágúst 1927 í Héðinshöfða, d. 16. október 1999.

Ólafur var með foreldrum sínum í æsku, var með þeim á Móeiðarhvoli við fæðingu, síðan á Hemlu í V-Landeyjum og á Eyrarbakka.
Hann fluttist með þeim til Eyja 1924.
Ólafur var með þeim á Litla-Hrauni 1924, í Héðinshöfða 1927 og enn 1930, á Vestmannabraut 37, Gunnarshólma 1934, í Stakkholti 1940.
Í æsku og á unglingsárum átti hann sumardvöl á Stóru-Borg u. Eyjafjöllum.
Hann tók minna vélstjórapróf í Eyjum 1941 og var vélstjóri á bátum í Eyjum.
Hann fluttist á Selfoss 1943 og var bifreiðastjóri hjá Kaupfélagi Árnesinga og Mjólkurbúi Flóamanna.
Þau Kristín giftu sig 1947, bjuggu á Ásvegi 4 á Selfossi, byggðu húsið við Kirkjuveg 22 þar og bjuggu þar síðan, eignuðust þrjú börn.
Ólafur lést 1987.

Kona Ólafs, (7. júní 1947), var Magnea Kristín Sigurðardóttir frá Seljatungu í Gaulverjabæjarhreppi, f. 13. ágúst 1921. Foreldrar hennar voru Sigurður Einarsson bóndi í Víðinesi í Kjalarneshreppi og í Seljatungu, f. 24. mars 1884 á Borg á Mýrum í A-Skaft., d. 10. mars 1951, og kona hans Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 4. júlí 1883 á Kalastöðum í Hvalfjarðarstrandarhreppi, d. 27. desember 1970.
Börn þeirra:
1. Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður á Selfossi, f. 25. maí 1948 á Selfossi. I. Maður hennar var Steini Þorvaldsson deildarstjóri, f. 2. nóvember 1948. II. Sambýlismaður er Sigurður Áskell Þorsteinsson, f. 21. nóvember 1953.
2. Sverrir Ólafsson mjólkurfræðingur á Selfossi, f. 4. desember 1949 á Selfossi, d. 10. febrúar 2011. Kona hans var Guðveig Bergsdóttir húsfreyja, f. 21. júní 1950.
3. Ólöf Ólafsdóttir húsfreyja á Tannstaðabakka í V-Hún., f. 17. maí 1956 á Selfossi. Maður hennar: Skúli Einarsson bóndi, f. 29. maí 1955.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.