Ólafur N. Elíasson verkfræðingur

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Ólafur Nikulás Elíasson.

Ólafur Nikulás Elíasson frá Stakkholti, verkfræðingur í Reykjavík fæddist 30. maí 1941 í Stakkholti.
Faðir hans var Elías Kristinsson frá Ketilhúshaga á Rangárvöllum, deildarstjóri hjá bílalager Kaupfélags Árnesinga á Selfossi, f. 18. september 1922 í Vestra-Geldingaholti á Rangárvöllum, d. 16. ágúst 1970. Foreldrar hans voru Kristinn Stefánsson bóndi í Ketilhúshaga, f. 31. júlí 1885 í Varmadal á Rangárvöllum, d. 14. október 1951, og Ingibjörg Nikulásdóttir verkakona, f. 14. júlí 1885 í Norður-Áskoti í Þykkvabæ, Rang., d. 15. janúar 1960.
Móðir Ólafs var Bjarndís Jóhanna Nikulásdóttir frá Héðinshöfða, húsfreyja og verslunarmaður á Selfossi, f. 14. mars 1921 á Hemlu í Rang., d. 9. júní 1983.

Ólafur Nikulás var með foreldrum sínum í Eyjum fyrstu 1-2 árin, síðan á Stokkseyri, en á Selfossi frá 4-5 ára aldri.
Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1960, lauk fyrri hluta prófi í verkfræði frá Háskóla Íslands 1963 og prófi í byggingaverkfræði frá NTH í Þrándheimi 1965.
Ólafur var verkfræðingur hjá Fjarhitun hf. 1965-1971 og hjá Þórisósi sf. 1972-1973.
Hann vann síðan hjá Fjarhitun frá 1973 þar til hún sameinaðist Verkís og vann síðan hjá því fyrirtæki til starfsloka. Á vegum Verkís vann hann stjórnunarstörf hjá ýmsum verktakafyrirtækjum, svo sem Fossvirki, Hrauneyjarfossvirkjun, hjá Suðurverki sf., við Kvíslarveitur, hjá Núpi sf., hjá Hitaveitu Reykjavíkur og við byggingu hafnar í Helguvík.
Þau Jóhanna giftu sig 1964, eignuðust þrjú börn.

Kona Ólafs Nikulásar, (29. ágúst 1964), er Jóhanna Eyþórsdóttir fóstra, f. 17. ágúst 1937 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Eyþór Gunnarsson læknir, f. 24. febrúar 1908 í Vík í Mýrdal, d. 25. ágúst 1969 og kona hans Valgerður Eva Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 23. júní 1912 í Reykjavík, d. 15. október 1975.
Börn þeirra Jóhönnu:
1. Valgerður Ólafsdóttir skrifstofumaður í Reykjavík, f. 17. ágúst 1965. Maki hennar er Jóhanna Ríkey Sigurðardóttir húsgagnasmiður.
2. Jóhann Elías Ólafsson, f. 7. maí 1968, d. 28. ágúst 1987.
3. Ingibjörg Ólafsdóttir, f. 5. janúar 1973 í Reykjavík, húsfreyja í Svíþjóð. Hún hefur próf í fjölmiðlafræði og mannauðsstjórnun og vinnur á því sviði. Maður hennar er Sabastiano Ferrarú læknir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Ólafur Nikulás Elíasson.
  • Prestþjónustubækur.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.