Ólafur Magnússon (Juliushaab)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Ólafur Magnússon vinnumaður við Juliushaabverslun fæddist 10. desember 1880 á Dyrhólum í Mýrdal og lést 18. október 1903 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Magnús Ólafsson bóndi í Dyrhólahjáleigu (Haugnum) í Mýrdal, f. 21. ágúst 1834 í Hvammi í Landsveit, d. 11. júní 1900, og barnsmóðir hans Sigríður Hjartardóttir bústýra, f. 11. september 1841 á Raufarfelli u. Eyjafjöllum.

Ólafur var með föður sínum á Haugnum til 1898, var vinnumaður í Norðurgarði í Mýrdal 1898-1902.
Hann fluttist til Eyja 1902, var vinnumaður í Juliushaab, þegar hann lést 1903.

Barnsmóðir Ólafs var Rósa Jónsdóttir vinnukona, síðar í dvöl í Eiríkshúsi, f. 15. mars 1880, d. 10. júní 1966.
Barnn þeirra:
1. Ragnheiður Ólafsdóttir húsfreyja í Eiríkshúsi, Urðavegi 41, f. 12. júní 1902, d. 11. október 1986.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landmannabók – Landsveit. Valgeir Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson og fleiri. Rangárþing ytra, Hellu 2003.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.