Ólafur Jónsson (verslunarstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ólafur Jónsson bóndi, verslunarstjóri fæddist 1752 og lést 1. júlí 1801 á Butru í A.-Landeyjum.
Foreldrar hans voru Jón og kona hans Guðlaug Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 1724, á lífi 1801.

Fyrri kona Ólafs er óþekkt.
Þau Ástríður voru bændur á Kirkjulandi í A.-Landeyjum 1790, bjuggu þar til 1797, en bjuggu síðan á Butru þar 1797-1801 og Ástríður til 1806, fyrst ekkja, síðan með Þorsteini Grímssyni, síðari manni sínum.
Ólafur vann við verslun í Eyjum og sá um verslunina í Bakkahjáleigu í Landeyjum um skeið.
Ólafur lést 1801 og Ástríður 1820.

I. Fyrri kona ókunn.

II. Síðari kona Ólafs, (23. nóvember 1788), var Ástríður Magnúsdóttir frá Haukadal á Rangárvöllum, húsfreyja, f. þar 1761, d. 5. janúar 1820 á Krossi í A.-Landeyjum. Foreldrar hennar voru Magnús Jónsson frá Moldartungu (síðar nefnd Meiri-Tunga) í Holtahreppi, bóndi, f. 1725, d. 12. maí 1804 og kona hans Helga Erlendsdóttir frá Litla-Reyðarvatni, húsfreyja, f. 1725, d. 22. ágúst 1785.

Börn þeirra:
1. Helga Ólafsdóttir húsfreyja í Arabæ í Flóa, f. 17. janúar 1790, d. 14. apríl 1826. Maður hennar Sigurður Magnússon.
2. Jón Ólafsson, f. 20. júní 1791, d. 22. janúar 1794.
3. Ólafur Ólafsson bóndi í Steinmóðarbæ u. V.-Eyjafjöllum, skírður 17. febrúar 1793, d. 8. júlí 1843. Kona hans Guðríður Ingvarsdóttir.
4. Þórarinn Ólafsson, f. 21. júlí 1794, d. 21. janúar 1804.
5. Jón Ólafsson, skírður 4. október 1795, á lífi 1801.
6. Magnús Ólafsson, f. 11. febrúar 1800, d. 8. nóvember 1803.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.