Ólafur Jónsson (Hlíð)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. júní 2006 kl. 11:27 eftir Margret (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. júní 2006 kl. 11:27 eftir Margret (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Ólafur Jónsson, Hlíð, fæddist að Hlíð í Vestmannaeyjum þann 10. mars 1915. Foreldrar hans voru Jón Jónsson og Þórunn Snorradóttir. Ólafur byrjaði ungur sjómennsku en formennsku hóf hann árið 1933 á Hansínu. Eftir það var Ólafur með Sleipni, Frey og á þeim bát fórst Ólafur 12. febrúar 1944 ásamt allri áhöfninni norðvestur af Þrídröngum í suðvestan ofsaveðri.



Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.