„Ólafur Óskar Jakobsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Ólafur Óskar Jakobsson''' aðalbókari, fæddist 15. ágúst 1952 á Faxastíg 1.<br> Foreldrar hans voru Jakob Óskar Ólafsson frá Arn...)
 
m (Verndaði „Ólafur Óskar Jakobsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 24. febrúar 2021 kl. 10:38

Ólafur Óskar Jakobsson aðalbókari, fæddist 15. ágúst 1952 á Faxastíg 1.
Foreldrar hans voru Jakob Óskar Ólafsson frá Arnardrangi, hafnargjaldkeri, bankastarfsmaður, skrifstofustjóri, f. 18. ágúst 1915 á Brekku í Fljótsdal, S.-Múl., d. 18. febrúar 1992, og kona hans Jóhanna María Bjarnasen húsfreyja, f. 19. nóvember 1919 í Laufási, d. 15. júlí 1972.

Börn Jóhönnu og Jakobs:
1. Guðrún Jóhanna Jakobsdóttir húsfreyja, aðalbókari, f. 11. júní 1943 á Brekastíg 32. Maður hennar Sigurður Ágúst Tómasson.
2. Sigríður Sylvía Jakobsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 7. nóvember 1945 á Brekastíg 32. Maður hennar Eyjólfur Martinsson, látinn.
3. Ólafur Óskar Jakobsson aðalbókari, f. 15. ágúst 1952 á Faxastíg 1. Kona hans Sigríður Þórarinsdóttir.

Ólafur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann var við nám í Verslunarskóla Íslands og lauk prófi 1972, nam síðan kerfisfræði og forritun hjá Reiknistofu bankanna og IBM á Íslandi. Varð síðan verkstjórnandi í hugbúnaðargerð og aðalbókari hjá Reiknistofu bankanna.
Þau Sigríður giftu sig 1972 og eiga fimm börn.

1. Kona Ólafs, (30. september 1972), er Sigríður Þórarinsdóttir húsfreyja, myndlistarmaður og söngkona, f. 6. maí 1950 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Þórarinn Jónsson frá Ísafirði, múrarameistari, f. 16. mars 1923, d. 2. apríl 2008, og kona hans Hanna Bjarnadóttir frá Akureyri, óperusöngkona, f. 11. september 1928, d. 31. maí 1999.
Börn þeirra:
1. Þórarinn Jóhannes Ólafsson, f. 20. júlí 1973 í Reykjavík, ókvæntur.
2. Jakob Óskar Ólafsson f. 17. janúar 1975 í Reykjavík. Kona hans Karin Milda Varðardóttir Traustasonar.
3. Sigurður Anton Ólafsson, f. 18. desember 1978 í Reykjavík. Sambúðarkona hans Ester Gústavsdóttir Stolzenwald.
4. Hanna Lísa Ólafsdóttir, f. 16. október 1986 í Reykjavík, ógift.
5. Pétur Jóhann Ólafsson, f. 14. desember 1995 í Reykjavík, ókvæntur.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Keflavík í byrjun aldar - minningar frá Keflavík 1-3. Ritstjóri Þorsteinn Jónsson. Reykjavík. Líf og saga 1989.
  • Ólafur Óskar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.