Ólafur Ólafsson (lyfsali)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Ólafur Ólafsson.

Ólafur Ólafsson frá Gimli, lyfjafræðingur, lyfsali fæddist 29. mars 1928 í Steinholti og lést 14. febrúar 1984.
Foreldrar hans voru Ólafur Magnússon frá Sólvangi, stofnandi og ritstjóri vikublaðsins Víðis, f. 3. maí 1903 á Seyðisfirði, d. 4. nóvember 1930 á Vífilsstöðum, og kona hans Ágústa Hansína Petersen, síðar Forberg, f. 4. janúar 1905, d. 27. október 1987.
Fósturforeldrar Ólafs voru Guðbjörg Gísladóttir frá Hlíðarhúsi, húsfreyja á Gimli, f. 5. ágúst 1888, d. 29. nóvember 1969, og maður hennar Sæmundur Jónsson frá Jómsborg, útgerðarmaður, f. 2. apríl 1888, d. 31. mars 1968.

Ólafur missti föður sinn er hann var á öðru árinu. Hann fór í fóstur til Guðbjargar móðurmóður sinnar og Sæmundar manns hennar á Gimli og ólst þar upp.
Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1949, lauk fyrri hlutaprófi í lyfjafræði frá Lyfjafræðingaskólanum 1952 og kandídatsprófi í lyfjafræði frá Danmarks farmaceutiske Højskole 1954.
Ólafur stundaði framhaldsnám við School og Pharmacy við University of North Carolina í Bandaríkjunum 1960-1961.
Hann vann við apótek í Reykjavík 1954-1960 og 1961-1970, var lyfsali á Húsavík frá júní 1970 til dánardægurs, en hafði fengið lyfsöluleyfi við Austurbæjarapótek, er hann lést.
Ólafur kenndi eðlis-og efnafræði við Menntaskólann í Reykjavík 1958-1960, var formaður Lyfjafræðingafélags Íslands 1955-1956 og 1962.
Hann lést 1984.

I. Kona Ólafs, (19. mars 1955), var Erna Hermannsdóttir húsfreyja, kennari, f. 2. júní 1933. Foreldrar hennar voru Hermann Vilhjálmsson útgerðarmaður, síðar erindreki á Seyðisfirði, f. 30. september 1894, d. 20. júlí 1967, og kona hans Guðný Vigfúsdóttir húsfreyja, f. 19. nóv. 1893, d. 20. ágúst 1984.
Börn þeirra, kjörsynir:
1. Ólafur Vigfús Ólafsson, f. 20. febrúar 1969.
2. Ragnar Pétur Ólafsson, f. 23. nóvember 1971.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Æviskrár samtíðarmanna. Torfi Jónsson. Skuggsjá. Bókabúð Olivers Steins s.f. 1982-1984.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.