Ólafur Ó. Lárusson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Ólafur Lárusson


Ólafur
Fr.v. Halldór, Jakob, Axel, Magnús og Lárus Ólafsynir Ó. Lárussonar héraðslæknis og Sylvíu Guðmundsdóttur frá Arnardranga v/Hilmisgötu

Ólafur Ó. Lárusson var héraðslæknir Vestmannaeyinga frá árinu 1925 til ársins 1951. Hann var fæddur að Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd þann 1. september 1884. Foreldrar Ólafs voru Lárus Pálsson og Guðrún Þórðardóttir.

Ólafur varð stúdent í Reykjavík árið 1905 og tók próf í læknisfræði frá Læknaskólanum 1910. Hann starfaði tímabundið við sjúkrahús erlendis. Ólafur var skipaður héraðslæknir í Hróarstunguhéraði árið 1911, ásamt Fljótsdalshéraði. Árið 1925 var hann settur héraðslæknir í Vestmannaeyjum og einnig var hann ráðinn læknir við Franska sjúkrahúsið þar til 1928 og síðar við Sjúkrahús Vestmannaeyja. Hann lét af störfum sem héraðslæknir 1951 og andaðist í Vestmannaeyjum 1952.

Kona hans var Sylvía Níelsína Guðmundsdóttir og áttu þau saman tíu börn.

Myndir


Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.