Ólafía Jóhannesdóttir (Helgahjalli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Ólafía Jóhannesdóttir frá Helgahjalli, síðar í Vesturheimi fæddist 7. júlí 1890 í Helgahjalli.
Foreldrar hennar voru Jóhannes Jónsson vinnumaður í Helgahjalli, f. 14. maí 1866 í Presthúsum í Mýrdal, d. 1895 í Spanish Fork í Utah, og kona hans María Friðrika Guðmundsdóttir húsfreyja frá Batavíu, f. 3. mars 1868, d. Vestanhafs.

Ólafía var með foreldrum sínum og fluttist með þeim til Vesturheims 1892. Hún mun hafa eignast bróður vestra.
Faðir hennar lést 1895.
Móðir hennar giftist Birni Magnússyni frá Ljótarstöðum í A-Landeyjum, gullleitarmanni og síðan bónda í Blaine í Washington-fylki í Bandaríkjunum, f. 30. september 1857, d. 6. maí 1935.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Prestþjónustubækur.
  • Saga Íslendinga í Vesturheimi I-V. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, Tryggvi J. Oleson. Winnipeg: Þjóðræknisfélag Íslendinga í Vesturheimi: Menningarsjóður 1940-1953.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.