Ólafía Guðrún Halldórsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. september 2020 kl. 17:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. september 2020 kl. 17:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Ólafía Guðrún Halldórsdóttir. '''Ólafía Guðrún Halldórsdóttir''' frá Húsavík í S-Þing., húsfreyja, sí...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Ólafía Guðrún Halldórsdóttir.

Ólafía Guðrún Halldórsdóttir frá Húsavík í S-Þing., húsfreyja, síðast á Selfossi fæddist 8. júní 1953 og lést 26. febrúar 2019.
Foreldrar hennar voru Halldór Davíð Benediktsson frá Hólmavaði, S-Þing., bakari, sjómaður, matsveinn, fiskeldisstarfsmaður, f. 9. febrúar 1929, d. 9. maí 2009, og kona hans Matthildur Zophoníasdóttir frá Læknesstöðum á Langanesi, húsfreyja, f. 22. nóvember 1928.

Börn Matthildar og Halldórs Davíðs:
1. Ólafía Guðrún Halldórsdóttir húsfreyja, f. 8. júní 1953, d. 26. febrúar 2019. Fyrrum maður hennar Sigurður Þór Sveinsson.
2. Halldór Benedikt Halldórsson, f. 20. ágúst 1955. Kona hans Linda Sigurlásdóttir.
3. Jónasína Halldórsdóttir, f. 15. október 1961. Maður hennar Einar Axel Gústavsson.
4. Anna Soffía Halldórsdóttir, f. 14. febrúar 1967. Sambýliskona Hildur Þórðardóttir.
5. Ester Halldórsdóttir, f. 17. september 1969. Maður hennar Sigurður Lárus Sigurðsson.
Barn Matthildar og fósturbarn Halldórs Davíðs:
6. Arnþrúður Rannveig Jósefsdóttir húsfreyja, f. 28. apríl 1950 að Garðarsbraut 19 á Húsavík. Hún er barn Matthildar og Jósefs Sigurðar Reynis á Húsavík, fósturbarn Halldórs. Maður hennar Sigurður Grétar Benónýsson, f. 14. febrúar 1950.

Ólafía var með foreldrum sínum og flutti með þeim til Eyja 1960. Hún stundaði nám sitt í Eyjum.
Hún vann ýmis störf, m.a. á hárgreiðslustofu Brósa, í apóteki og Hverabakaríi.
Þau Sigurður Þór giftu sig 1971, eignuðust þrjú börn, bjuggu í Breiðuvík við Kirkjuveg 82, byggðu og bjuggu að Áshamri 12, en skildu 1984.
Ólafía flutti til Selfoss, giftist Páli Þór 2002. Þau eignuðust eitt barn, en skildu. Ólafía Guðrún lést 2019.

Ólafía Guðrún var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (1971, skildu), er Sigurður Þór Sveinsson plötu- og ketilsmiður, verslunarstjóri, f. 23. mars 1951.
Börn þeirra:
1. Halldór Davíð Sigurðsson þjónn, f. 8. júní 1971. Barnsmóðir hans Anna Birna Björnsdóttir. Barnsmóðir hans Steinunn Ásta Hermannsdóttir. Kona hans Sandra Guðmundsdóttir.
2. Ævar Sigurðsson húsasmiður, f. 30. desember 1975. Fyrrum kona hans Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
3. Arnar Þór Sigurðsson vélgæslumaður, f. 16. ágúst 1982. Fyrrum sambýliskona Dagrún Ösp Össurardóttir. Sambýliskona hans Sólrún Þórðardóttir.

II. Síðari maður Ólafíu Guðrúnar, (2002, skildu), er Páll Þór Engilbjartsson, f. 10. júní 1956.
Barn þeirra:
4. Kristín Hildur Pálsdóttir verslunarmaður og vann við þjónustustörf, f. 22. janúar 1991 á Selfossi, d. 27. febrúar 2019. Unnusti hennar Aron Kristinn Lýðsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.