Ólöf Unadóttir (Búrfelli)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Ólöf Unadóttir.

Ólöf Unadóttir frá Syðra-Hólakoti u Eyjafjöllum, húsfreyja fæddist 7. apríl 1901, d. 4. janúar 1980.
Foreldrar hennar voru Uni Unason bóndi í Syðra-Hólakoti, f. 16. febrúar 1865, d. 19. september 1936, og kona hans Kristín Ingimundardóttir, síðast á Búrfelli, húsfreyja, f. 13. nóvember 1868, d. 10. júní 1952.

Systir Ólafar í Eyjum var
1. Sigurlína Unadóttir verkakona, síðast á Búrfelli, f. 20. júlí 1891, d. 13. júlí 1963.
Afi Ólafar í Eyjum var
2. Uni Runólfsson f. 25. mars 1833, d. 5. nóvember 1913
og föðursystkini hennar í Eyjum voru
3. Ingveldur Unadóttir húsfreyja á Sandfelli, f. 10. ágúst 1869, d. 29. desember 1940.
4. Sigurður Unason vinnumaður, sjómaður, f. 8. janúar 1876, fórst með skipinu Oak 1903.
5. Katrín Unadóttir sjókona, húsfreyja, verkakona, f. 13. september 1878, d. 8. ágúst 1950.

Ólöf var með foreldrum sínum í Syðra Hólakoti 1910, í Hrútafellskoti 1920, var stödd hjá Þuríði Guðjónsdóttur frænku sinni og Magnúsi á Vestmannabraut 76 1930, var með ekkjunni móður sinni í Hrútafellskoti í lok árs 1936.
Hún var vinnukona hjá Jóni Benónýssyni skipstjóra á Búrfelli við Hásteinsveg 12 1939 og varð sambúðarkona hans og stjúpmóðir barna hans.
Ólöf bjó á Búrfelli við Gos 1973 og enn 1979.
Jón lést 1971 og Ólöf 1980.

ctr 200px

Ólöf Unadóttir og Jón Benónýsson.

I. Sambúðarmaður Ólafar var Jón Benónýsson frá Krossi í Innri-Akraneshreppi, formaður, útgerðarmaður, f. 7. maí 1896, d. 20. október 1971.
Þau voru barnlaus saman, en börn Jóns frá hjónabandi hans og stjúpbörn Ólafar voru:
1. Halldór Jón Jónsson vélstjóri, útgerðarmaður, síðar starfsmaður Íþróttamiðstöðvarinnar f. 6. júní 1926 í Stakkholti við Vestmannabraut 49, d. 26. september 1999.
2. Guðbjörg Benónýja Jónsdóttir húsfreyja, f. 21. júní 1928 í Stakkholti, d. 8. febrúar 1997.
3. Þórey Inga Jónsdóttir húsfreyja, f. 13. júní 1931 á Búrfelli, d. 5. mars 2020.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1979.
  • Íslendingabók.is.
  • Klingenbergsætt - Niðjatal Hans Klingenbergs bónda á Akranesi og konu hans Steinunnar Ásmundsdóttur. Ritstjóri Þorsteinn Jónsson. Líf og saga-bókaforlag 1991 og Þjóðsaga hf. 1993.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.