Ólöf Steinunn Þórarinsdóttir (Lundi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Ólöf Steinunn Þórarinsdóttir frá Lundi, húsfreyja, snyrtifræðingur fæddist 7. febrúar 1947 á Borgareyri í Mjóafirði eystri.
Foreldrar hennar voru Þórarinn Ársæll Sigbjörnsson frá Ekru, f. 18. janúar 1914 og lést 7. desember 1992, og kona hans Margrét Sigríður Svava Sveinsdóttir frá Borgareyri í Mjóafirði eystri, húsfreyja, f. 27. apríl 1914, d. 18. september 2011.


ctr
Margrét, Þórarinn og börn
Frá vinstri: Jón Mar, Ólöf Steinunn og Sveinn.

Börn Margrétar og Þórarins:
1. Sveinn Þórarinsson vélstjóri, vélvirki, síðar á Selfossi, f. 10. nóvember 1935 á Borgareyri. Kona hans er Guðný Eyjólfsdóttir.
2. Ólöf Steinunn Þórarinsdóttir húsfreyja, snyrtifræðingur í Bandaríkjunum, f. 7. febrúar 1947 á Borgareyri. Maður hennar er Hjörtur Sveinbjörnsson.
3. Jón Mar Þórarinsson kennari, rútubifreiðastjóri í Reykjavík, f. 30. júní 1950 á Borgareyri, d. 29. júní 2018. Fyrri kona var Sigríður Ingvarsdóttir. Síðari kona Jóns Mars var Jóna Oddsdóttir.

Ólöf var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim að Lundi í Eyjum 1956.
Þau Hjörtur giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Brimhólabraut 4 við Gos 1973, fluttust skamma stund til Grindavíkur, en settust að á Stokkseyri þar sem Ólöf kenndi handavinnu við barnaskólann.
Þau fluttust til Oregon 1980. Ólöf lærði hárgreiðslu, setti á stofn stofu og vann að iðninni. Þau búa nú nálægt Portland.

I. Maður Ólafar Steinunnar er Hjörtur Sveinbjörnsson netagerðarmeistari, ættaður frá Geithálsi, f. 28. júní 1946.
Börn þeirra:
1. Guðbjörg Hjartardóttir, f. 24. apríl 1966.
2. Óskar Hjartarson, f. 20. febrúar 1973.
3. Sædís Hjartardóttir, f. 7. september 1975.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.