Ólína Guðnadóttir (Lambhaga)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Ólína Guðnadóttir vinnukona frá Lambhaga, fæddist 9. apríl 1900 og lézt 22. febrúar 1922.
Foreldrar voru Sigríður Sigurðardóttir, síðar í Lambhaga, f. 1874 og Guðni Þórðarson bóndi á Ljótarstöðum, f. 1854.
Ólína kom tveggja ára til Eyja. Hún er á mynd af nemendum Barnaskólans 1912-1913. (Sjá Blik 1956/Gamlar skólamyndir).
Hún var hjú á Sunnuhvoli 1920, hjá Katrínu Gísladóttur og Páli Ólafssyni.
Hún dó 22. febrúar 1922.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson o.fl. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntal 1920.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.