Ísleifur Pálsson (Miðgarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Ísleifur Pálsson.

Ísleifur Annas Pálsson frá Miðgarði, skrifstofustjóri, framkvæmdastjóri fæddist 27. febrúar 1922 í Miðgarði og lést 14. desember 1996. Foreldrar hans voru Páll Oddgeirsson kaupmaður, útgerðarmaður frá Ofanleiti, f. 5. júní 1888 í Kálfholti í Holtum, Rang., d. 24. júní 1971, og kona hans Matthildur Ísleifsdóttir frá Kirkjubæ, húsfreyja, f. 7. maí 1900, d. 29. ágúst 1945.

Börn Matthildar og Páls:
1. Richard Pálsson framkvæmdastjóri, f. 27. september 1920 í Miðgarði, d. 4. mars 1994.
2. Ísleifur Annas Pálsson skrifstofustjóri, forstjóri, f. 27. febrúar 1922 í Miðgarði, d. 14. desember 1996. Kona hans var Ágústa Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 10. desember 1922 í Fagurlyst, d. 31. mars 2013.
3. Oddgeir Pálsson skrifstofumaður í Reykjavík, síðar fasteignasali í Los Angeles, f. 22. desember 1923 í Miðgarði.
4. Anna Regína Pálsdóttir húsfreyja, baðvörður, f. 16. maí 1928 í Reykjavík. Maður hennar var Sveinbjörn Hermann Þorbjarnarson loftskeytamaður, f. 4. apríl 1929 á Akureyri, d. 30. september 1979.
5. Bergljót Pálsdóttir húsfreyja, verslunarstjóri, skrifstofumaður á Akureyri, f. 19. janúar 1933 í Miðgarði. Maður hennar var Tryggvi Georgsson múrarameistari, f. 17. febrúar 1932 á Akureyri, d. 2. nóvember 2010.
Hálfbróðir systkinanna er
6. Rúdólf Skaftason Pálsson viðskiptafræðingur, f. 7. október 1931, búsettur í Reykjavík.

Ísleifur dvaldi um skeið hjá Sigurlaugu ömmu sinni á Geirlandi. Hann stundaði nám í Gagnfræðaskólanum og lauk gagnfræðaprófi 1939.
Þá nam hann við Verslunarskóla Íslands og lauk prófi 1942.
Ísleifur stundaði framhaldsnám í verslunarfræðum við Rider College í Trenton í New Jersey-fylki í Bandaríkjunum.
Hann starfaði síðan m.a. hjá verslunarfyrirtæki Gísla Jónssonar alþingismanns, gerðist skrifstofustjóri Samlags skreiðarframleiðenda á fyrstu starfsárum þess á sjötta áratugnum og fram á hinn sjöunda.
Síðar varð hann fulltrúi í sendiráði Bandaríkjanna og stundaði auk þess ýmis verslunar- og skrifstofustörf.
Ennfremur stundaði hann ýmis almenn störf til sjós og lands, var um tíma á togurum og sigldi m.a. á Hamrafellinu, olíuskipi. Um skeið starfaði hann við eigin atvinnurekstur á sviði skreiðarútflutnings og heildsölu.

Kona hans, (23. nóvember 1946, skildu), var Ágústa Jóhannsdóttir húsfreyja, verslunarkona, f. 10. desember 1922 í Fagurlyst, d. 31. mars 2013.
Foreldrar hennar voru Jóhann Þ. Jósefsson, kaupmaður, útgerðarmaður, alþingismaður og ráðherra, f. 17. júní 1886, d. 15. maí 1961, og kona hans Magnea Dagmar Þórðardóttir húsfreyja, f. 10. október 1901, d. 2. júlí 1990.
Börn þeirra:
1. Jóhann Ísleifsson deildarstjóri í Iðnaðarbankanum, f. 12. mars 1947 í Reykjavík.
2. Dr. Ólafur Ísleifsson hagfræðingur, kennari við Háskólann í Reykjavík, f. 10. febrúar 1955 í Reykjavík. Kona hans er Dögg Pálsdóttir lögfræðingur.
3. Örn Ísleifsson sölumaður og flugkennari í Reykjavík, f. 7. ágúst 1956. Kona hans er Guðrún Þóra Magnúsdóttir húsfreyja, f. 14. janúar 1956 í Reykjavík


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Knudsensætt 1-2. Ritstjóri Þorsteinn Jónsson. Sögusteinn 1986.
  • Morgunblaðið 19. desember 1996. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.