„Ísleifur Arason (Laufási)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Ísleifur Arason''' járnsmiður í Reykjavík fæddist 6. ágúst 1913 á Heylæk í Fljótshlíð og lést 27. febrúar 1995.<br> Foreldrar hans voru Ari Magnússon (Heylæk)|...)
 
m (Verndaði „Ísleifur Arason (Laufási)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 26. september 2018 kl. 10:02

Ísleifur Arason járnsmiður í Reykjavík fæddist 6. ágúst 1913 á Heylæk í Fljótshlíð og lést 27. febrúar 1995.
Foreldrar hans voru Ari Magnússon frá Heylæk í Fljótshlíð, bóndi, sjómaður, útgerðarmaður, fisksali, f. þar 1. september 1890, d. 12. apríl 1966, og kona hans Jóhanna Jónsdóttir frá Hrauni, húsfreyja, f. 16. ágúst 1887, d. 20. mars 1974.

Bróðir Ísleifs var Guðmundur Arason skipasmíðameistari, kaupmaður, hnefaleikakappi, f. 17. maí 1919 á Heylæk, d. 27. maí 2008.

Ísleifur var með foreldrum sínum á Heylæk, síðan í Jórvík í Flóa. Hann fluttist með þeim til Eyja 1924, bjó með þeim í Laufási til 1930, er þau fluttu til Reykjavíkur.
Ísleifur varð járnsmiður og vann við iðnina.
Hann kvæntist Klöru Karlsdóttur frá Stóru-Breiðavík í Reyðarfirði. Þau eignuðust eitt barn.
Ísleifur lést 1995 og Klara 2007.

Kona Ísleifs var Helga Klara Guðmundína Karlsdóttir húsfreyja, f. 21. október 1912, d. 18. janúar 2007.
Barn þeirra:
1. Sigfús Karl Ísleifsson útvarpsvirki, f. 24. apríl 1935. Kona hans er Steinunn Ingólfsdóttir frá Djúpavogi, f. 8. mars 1937.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.