Ísleifur Þorkelsson (Reynistað)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. september 2015 kl. 19:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. september 2015 kl. 19:36 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Ísleifur Þorkelsson.

Ísleifur Þorkelsson frá Reynistað fæddist 6. desember 1914 og lést 16. ágúst 1987.
Foreldrar hans voru Þorkell Sæmundsson útgerðarmaður, sjómaður, síðar múrari á Reynistað, f. 27. september 1878 í Nikulásarhúsi í Fljótshlíð, d. 2. maí 1963, og kona hans Oktavía Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 18. maí 1882, d. 29. september 1960.

Systkini Ísleifs voru:
1. Haraldur Þorkelsson járnsmiður, f. 23. september 1901 í Fljótshlíð, d. 13. september 1991.
2. Guðmundína Lilja Þorkelsdóttir húsfreyja, f. 4. júní 1908 á Vegamótum, síðast í Reykjavík, d. 9. júlí 1995.
3. Ágústa Olga Þorkelsdóttir húsfreyja, f. 25. ágúst 1909 á Vegamótum, d. 14. nóvember 2003.
4. Þórarinn Júlíus Þorkelsson húsgagnasmiður, f. 18. maí 1917 á Reynistað, d. 12. júlí 1988.
5. Skúli Þorkelsson rakari, f. 27. júlí 1921 á Reynistað, d. 10. febrúar 2003.

Ísleifur ólst upp með fjölskyldu sinni á Reynistað. Hann tók mikinn þátt í knattspyrnu í Eyjum, var Týrari.
Eftir brottflutning til Reykjavíkur var hann mjög virkur í knattspyrnu og öðru félagsstarfi innan Knattspyrnufélags Reykjavíkur og var frumkvöðull í ýmsu á þeim vettvangi.
Ísleifur starfaði lengst hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur.

Kona Ísleifs, (29. október 1938), var Jóhanna Alexandersdóttir húsfreyja, f. 8. mars 1920, d. 22. október 2006. Foreldrar hennar voru Alexander Jóhannesson bakarameistari í Reykjavík, f. 19. júní 1894, d. 25. júlí 1940, og Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 27. apríl 1895, d. 11. júlí 1964.
Börn þeirra:
1. Minný Ísleifsdóttir, f. 17. janúar 1942, gift Ólafi Inga Sveinssyni..
2. Guðrún Ísleifsdóttir, f. f. 24. júlí 1954, gift Hauki Guðmundssyni.


Heimildir

Morgunblaðið 20. september 1987.Minning.

  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.