Íris Róbertsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. ágúst 2012 kl. 10:13 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. ágúst 2012 kl. 10:13 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Íris

Íris Róbertsdóttir er fædd 11. janúar 1972. Hún er dóttir hjónanna Róberts Sigurmundssonar og Svanhildar Gísladóttur. Maður hennar er Eysteinn Gunnarsson og eiga þau tvö börn, Róbert og Júníu, en fyrir átti Eysteinn son.

Íris hóf störf í Hamarskóla árið 2000 sem leiðbeinandi. Sama ár hóf hún kennaranám í fjarnámi og útskrifaðist hún sem kennari frá Kennaraháskóla Íslands árið 2004.

Árið 2006 hlaut Íris verðlaun þegar Íslensku menntaverðlaunin 2006 voru veitt. Íris var verðlaunuð fyrir að hafa í upphafi kennsluferils síns, sýnt hæfileika og lagt alúð í starf sitt. Íris tók við verðlaununum úr hendi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar.

Íris var í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 2009 og varð því fyrsti varaþingmaður flokksins í kosningunum. Hún kom inn á þing fyrst 25. nóvember 2010 er hún leysti Árna Johnsen af.