Ástríður Fríðsteinsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. nóvember 2016 kl. 22:31 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. nóvember 2016 kl. 22:31 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ástríður Fríðsteinsdóttir“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Ástríður Fríðsteinsdóttir.

Ástríður Fríðsteinsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður fæddist 8. janúar 1933 í Reykjavík og lést 7. apríl 2016 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Fríðsteinn Ástvaldur Friðsteinsson sjómaður, farmaður frá Reykjavík, f. 10. september 1899, d. 27. júní 1991, og Þórdís Björnsdóttir húsfreyja frá Vopnafirði, f. 14. maí 1906, d. 5. desember 1945.

Fríðsteinn var bróðir Ágústu Friðsteinsdóttur húsfreyju í Garðshorni, konu Haraldar Jónassonar, en börn þeirra voru:
1. Ásta Haraldsdóttir húsfreyja í Garðshorni, f. 26. október 1914 í Reykjavík, d. 2. júní 2005, gift Bjarna Gíslasyni Jónssyni, f. 28. september 1911, d. 9. júní 1987.
2. Sigríður Haraldsdóttir húsfreyja að Saltabergi, f. 29. júní 1916 á Strandbergi, d. 17. febrúar 1993, gift Hlöðveri Johnsen bankaritara.
3. Guðríður Haraldsdóttir húsfreyja, f. 2. október 1917 á Vilborgarstöðum, d. 21. desember 1961, gift Þórarni Þorsteinssyni kaupmanni, f. 29. júlí 1923, d. 26. febrúar 1984.
4. Ágústa Haraldsdóttir húsfreyja, f. 14. ágúst 1919 á Vilborgarstöðum, d. 27. desember 1989, gift Trausta Jónssyni verslunarmanni og bifreiðastjóra, f. 11. janúar 1917, d. 2. janúar 1994.

Ástríður missti ung móður sína og ólst upp með föður sínum og stjúpmóður, Jósefínu Svanlaugu Jósefsdóttur húsfreyju frá Þingeyrarseli í Ásahreppi, f. 1. mars 1909, d. 4. ágúst 1997.
Auk húsfreyjustarfa vann hún um skeið á Lögreglustöðinni í Reykjavík.

Ástríður var tvígift.
I. Fyrri maður hennar var Guðmundur Guðjónsson múrari, f. 16. ágúst 1933, d. 12. febrúar 2008. Foreldrar hans voru Guðjón Þórðarson skósmíðameistari, hljómlistarmaður í Reykjavík, f. 12. október 1901, d. 2. september 1952, og kona hans Anna Jónsdóttir húsfreyja, f. 15. september 1895, d. 16. mars 1984.
Börn þeirra:
1. Þórdís Guðmundsdóttir kennari, f. 21. desember 1952.
2. Björn Ásgeir Guðmundsson matreiðslumeistari, f. 24. febrúar 1956.
3. Örn Guðmundsson innkaupastjóri, f. 25. maí 1957.
4. Guðjón Guðmundsson blaðamaður, f. 1. maí 1960.

II. Síðari maður hennar var Hávarður Birgir Sigurðsson verkstjóri, f. 27. júlí 1934.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.