Ástríður Eiríksdóttir (Landamótum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. febrúar 2018 kl. 11:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. febrúar 2018 kl. 11:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Ástríður Eiríksdóttir''' á Landamótum, húsfreyja, húskona fæddist 30. ágúst 1845 í Fíflholts-Suðurhjáleigu í V-Landeyjum og lést 26. maí 1913.<br> Foreldrar...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ástríður Eiríksdóttir á Landamótum, húsfreyja, húskona fæddist 30. ágúst 1845 í Fíflholts-Suðurhjáleigu í V-Landeyjum og lést 26. maí 1913.
Foreldrar hennar voru Eiríkur Jónsson bóndi, f. 28. apríl 1811, d. 27. maí 1866, og kona hans Sigríður Árnadóttir húsfreyja, f. 1815 í Mosfellssókn, d. 25. júní 1876.

Ástríður var með foreldrum sínum, en var vinnustúlka í Eystri-Tungu í V-Landeyjum 1860, vinnukona á Skíðbakka í A-Landeyjum 1870.
Þau Þorleifur giftu sig 1879, bjuggu á Fornusöndum u. Eyjafjöllum 1880 með Kristínu dóttur sinni nýfæddri. Hún var húskona með Þorleifi á Syðri-Hól þar 1890 með tveim börnum þeirra, leigjandi á Ytri-Skála þar 1901.
Þau Þorleifur fluttust til Kristínar og Sveins á Landamótum 1907 og bjuggu hjá þeim síðan.
Ástríður lést 1913 og Þorleifur 1925.

I. Maður Ástríðar, (1879), var Þorleifur Þorleifsson bóndi, húsmaður, síðast í dvöl á Landamótum, f. 11. september 1849, d. 8. febrúar 1925.
Börn þeirra:
1. Kristín Þorleifsdóttir húsfreyja á Landamótum, f. 14. september 1880 á Fornusöndum, d. 10. mars 1978.
2. Guðmundur Óskar Þorleifsson smiður á Langeyri í Álftafirði, Ís. og í Keflavík, Gull., f. 6. apríl 1884, d. 7. júlí 1964.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.