Ásta Jónsdóttir (Bifröst)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. nóvember 2016 kl. 22:10 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. nóvember 2016 kl. 22:10 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ásta Jónsdóttir (Bifröst)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Ásta Gréta Jónsdóttir frá Seljavöllum u. Eyjafjöllum, húsfreyja fæddist 30. nóvember 1916 og lést 6. ágúst 1945.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson bóndi á Seljavöllum u. Eyjafjöllum, f. 11. september 1866, d. 23. maí 1936, og síðari kona hans Sigríður Magnúsdóttir húsfreyja, f. 25. júní 1874 á Rauðsbakka, d. 30. mars 1963.

Börn frá Seljavöllum, sem bjuggu í Eyjum:
1. Guðjón Jónsson vélsmíðameistari í Magna, f. 22. febrúar 1891, d. 19. október 1974. Hann var sonur Jóns Jónssonar með fyrri konu, Ragnhildi Sigurðardóttur, f. 16. maí 1865, d. 24. október 1903.
2. Jón Ólafur Eymundsson Jónsson sjómaður, vélsmiður, f. 12. nóvember 1901 á Eyvindarhólum, d. 9. september 1985. Hann var hálfbróðir, - sonur Sigríðar Magnúsdóttur og fyrri manns hennar Jóns Ólafs Eymundssonar.
Börn Jóns Jónssonar með Sigríði Magnúsdóttur, síðari konu hans:
2. Ragnhildur Jónsdóttir húsfreyja, f. 8. apríl 1905 á Seljavöllum, d. 14. mars 1987. Maður hennar var Kjartan Jónsson sjómaður frá Drangshlíðardal, f. 13. ágúst 1904, d. 2. júní 1978.
3. Magnús Jónsson vélstjóri í Eyjum, f. 7. ágúst 1909 á Seljavöllum, d. 12. desember 1988. Kona hans var Lilja Sigurðardóttir frá Pétursborg, húsfreyja, f. 17. mars 1912, d. 12. mars 1989
4. Vigfús Jónsson vélstjóri, vélsmíðameistari, f. 11. apríl 1913 á Seljavöllum, d. 22. desember 1970. Kona hans var Salóme Gísladóttir, f. 13. apríl 1913, d. 12. apríl 1996.
5. Ásta Gréta Jónsdóttir húsfreyja, f. 30. maí 1916 á Seljavöllum, d. 6. ágúst 1945.

Ásta Gréta var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Samúel bjuggu á Stað 1936, á Jaðri 1937, á Bifröst við Bárustíg 11 1940.
Ásta lést 1945, var jarðsett í Eyvindarhólakirkjugarði u. Eyjafjöllum.

Maður Ástu Grétu var Samúel Ingvarsson, f. 7. september 1908, d. 15. desember 1993.
Börn þeirra:
1. Jenný Sigríður Samúelsdóttir, f. 23. febrúar 1936 á Stað, (Helgafellsbraut 10), býr í Gautaborg.
2. Ingibjörg Hulda Samúelsdóttir, f. 30. nóvember 1937 á Jaðri, (Vestmannabraut 6), býr í Eyjum.
3. Stúlka, f. 10. júlí 1943 á Bifröst, (Bárugötu 11), d. 8. desember 1943.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.