Ásta Haraldsdóttir (Fagurlyst)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Ásta, Unnur, Sigurbjörg og Hannes Haraldsbörn.

Ásta Haraldsdóttir frá Fagurlyst húsfreyja fæddist 28. nóvember 1934 í Garðinum.
Foreldrar hennar voru Haraldur Hannesson skipstjóri, f. 24. júní 1911, d. 11. maí 2000, og kona hans Elínborg Guðríður Sigbjörnsdóttir húsfreyja, f. 3. september 1911 á Ekru, d. 11. ágúst 1995.

Börn Elínborgar og Haraldar:
1. Unnur Haraldsdóttir húsfreyja, f. 27. október 1933 á Ekru, d. 23. júlí 2018.
2. Ásta Haraldsdóttir húsfreyja, f. 28. nóvember 1934 í Garðinum.
3. Hannes Haraldsson skipstjóri, f. 4. október 1938 í Garðinum.
4. Sigurbjörg Haraldsdóttir, f. 2. október 1939 í Garðinum, d. 11. júlí 1942.
5. Sigurbjörg Haraldsdóttir húsfreyja, f. 1. október 1945 í Fagurlyst.

Ásta var með foreldrum sínum í æsku. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum 1951, vann ýmiss störf.
Þau Óskar giftu sig 1954, bjuggu á Grímsstöðum til 1976 að undantekinni útilegu í Gosinu, en síðan á Höfðavegi 57.
Óskar lést 1985. Ásta hefur búið á Helgafellsbraut 23b frá 1994.

I. Maður Ástu, (16. október 1954), var Óskar Haraldsson frá Nikhól og Grímsstöðum, netagerðarmeistari, f. 7. ágúst 1929, d. 22. ágúst 1985.
Börn þeirra:
1. Haraldur Óskarsson netagerðarmeistari, f. 6. janúar 1955 á Grímsstöðum.
2. Hörður Óskarsson viðskiptafræðingur í Eyjum, fjármálastjóri, aðalbókari, f. 18. ágúst 1957 á Grímsstöðum, d. 16. maí 2015.
3. Elínborg Óskarsdóttir húsfreyja, f. 12. september 1958 á Grímsstöðum.
4. Sigbjörn Þór Óskarsson netagerðarmeistari, f. 28. október 1962 á Grímsstöðum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.