Ásta Guðmundsdóttir (Heiðardal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ásta Guðmundsdóttir.

Ásta Guðmundsdóttir frá Heiðardal við Hásteinsveg 2, húsfreyja fæddist 31. mars 1917 í Birtingarholti við Vestmannabraut 61 og lést 27. maí 2003 á hjúkrunarheimilinu Skjóli.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Sigurðsson bóndi, útgerðarmaður, verkstjóri, f. 11. október 1881 í Litlu-Hildisey í A.-Landeyjum, d. 22. mars 1955, og kona hans Arnleif Helgadóttir húsfreyja, f. 29. janúar 1882 á Grímsstöðum í V.-Landeyjum, d. 8. mars 1956.

Börn Arnleifar og Guðmundar:
1. Sigurður Helgi Guðmundsson, f. 26. júlí 1910, d. 8. október 1910.
2. Lilja Guðmundsdóttir, f. 25. ágúst 1911, d. 7. ágúst 1924.
3. Helgi Guðmundsson, f. 12. október 1914, d. 13. febrúar 1916.
4. Ásta Guðmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 31. mars 1917 í Birtingarholti, d. 27. maí 2003.
5. Sigríður Guðmundsdóttir, f. 2. janúar 1922, d. 15. apríl 1932.
6. Lilja Guðmundsdóttir húsfreyja á Akureyri, f. 4. júlí 1923 í Heiðardal, d. 26. maí 2007.

Ásta var með foreldrum sínum í æsku.
Hún nam við Gagnfræðaskólann 1931-1933, Héraðsskólann á Laugarvatni 1933-1935, lærð einn vetur saumaskap hjá Ástu Þórðardóttur í Reykjavík.
Ásta vann í Apótekinu í Eyjum í þrjú ár, flutti til Reykjavíkur 1939, starfaði í Félagsprentsmiðjunni um skeið. Síðar vann hún á tannlæknastofu Geirs Tómassonar í Reykjavík í tæp 19 ár, til 78 ára aldurs.
Ásta tók gildan þátt í tónlistarstarfi, söng með Vestmannakór, með Kvennakór Slysavarnafélagsins og Fílharmóníusöngsveitinni.
Þau Hrólfur giftu sig 1941, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu við Barónsstíg 19 í Reykjavík.

I. Maður Ástu, (24. maí 1941), var Hrólfur Benediktsson prentari, prentsmiðjustjóri og eigandi Offsettsprents hf., f. 23. ágúst 1910 á Ísafirði, d. 16. september 1976. Foreldrar hans voru Benedikt Jónsson verkamaður, f. 4. júlí 1877, d. 3. maí 1931, og kona hans Bjarnveig Sigríður Magnúsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 12. júní 1873, d. 21. febrúar 1960.
Börn þeirra:
1. Erna Lilja Hrólfsdóttir flugfreyja, f. 3. ágúst 1944. Maður hennar Jón Örn Ámundason, látinn.
2. Birna Hrólfsdóttir grunnskólakennari, f. 4. febrúar 1948. Maður hennar Einar Sveinsson.
3. Ásta Sigríður Hrólfsdóttir kennari, kaupmaður, f. 7. júní 1949. Maður hennar Agnar Frímann Svanbjörnsson.
4. Hrefna Hrólfsdóttir flugfreyja, f. 14. nóvember 1954. Maður hennar Hjörtur Örn Hjartarson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Morgunblaðið 5. júní 2003. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.