Áslaug Eyjólfsdóttir (Miðbæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Áslaug Eyjólfsdóttir húsfreyja í Miðbæ fæddist 15. janúar 1881 í Vík í Lóni í A-Skaft. og lést 24. júlí 1952.
Móðir hennar var Áslaug Sigurðardóttir vinnukona í Vík í Lóni 1880, f. 1840 á Úlfsstöðum í Loðmundarfirði, d. 18. janúar 1881. Faðir Áslaugar var Eyjólfur Einarsson bóndi á Kollaleiru í Reyðarfirði, f. 19. nóvember 1843.

Áslaug missti móður sína, er hún var á fyrsta ári.
Hún var tökustúlka í Jensenshúsi á Reyðarfirði 1890, vinnukona í Þórðarhúsi á Akureyri 1901, var námsstúlka í Reykjavík 1910.
Þau Guðmundur giftu sig 1913 í Reykjavík og fluttust til Eyja 1914.
Þau bjuggu á Hjalla 1914, við fæðingu Björns 1915 og Rakelar 1916, á Fögrubrekku við fæðingu Þórarins 1918, en voru komin í Miðbæ við fæðingu Tryggva 1920 og þar bjuggu þau síðan og Áslaug eftir lát Guðmundar, en Guðmundur fórst í sjóslysinu við Eiðið 16. desember 1924 ásamt sjö öðrum á leið út í e.s. Gullfoss.

Hjónin Áslaug Eyjólfsdóttir og Guðmundur Eyjólfsson.

I. Maður Áslaugar, (17. júlí 1913), var Guðmundur Eyjólfsson vinnumaður, síðar verkamaður, sjómaður í Miðbæ, f. 7. október 1886 í Björnskoti u. Eyjafjöllum, drukknaði 16. desember 1924.

Börn þeirra:
1. Björn Guðmundsson kaupmaður, útgerðarmaður í Eyjum, f. 24. júní 1915 á Hjalla, d. 24. júní 1992.
2. Rakel Guðmundsdóttir húsfreyja, síðast í Reykjavík, f. 12. nóvember 1916 á Hjalla, d. 14. október 1966.
3. Þórarinn Guðmundsson skrifstofumaður í Reykjavík, f. 7. ágúst 1918 á Fögrubrekku, d. 7. mars 1957.
4. Tryggvi Guðmundsson kaupmaður í Eyjum og Hafnarfirði, bjó síðast í Kópavogi, f. 1. október 1920 í Miðbæ, d. 1. júní 2004.
5. Ástvaldur Ragnar Guðmundsson, f. 18. apríl 1922 í Miðbæ, hrapaði til bana úr Klifinu 19. maí 1936.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.