Ásbjörg Jónsdóttir (Höfðabrekku)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ásbjörg Jónsdóttir frá Höfðabrekku við Faxastíg 15, húsfreyja, starfsstúlka fæddist þar 28. mars 1933.
Foreldrar hennar voru Jón Einarsson útgerðarmaður, f. 5. apríl 1885 á Leirum u. Eyjafjöllum, d. 26. febrúar 1978, og ráðskona hans Sesselja Stefánsdóttir, f. 25. júlí 1895, d. 25. maí 1971.

Barn Jóns og Sigríðar Bergsdóttur, síðar húsfreyja í Hlíðarhúsi, f. 27. júní 1878, d. 13. febrúar 1963.
1. Karl Jónsson málari, trésmiður, íþróttafrömuður, f. 15. júlí 1909, d. 12. júlí 1995.
Barn Jóns og Sesselju Stefánsdóttur.
2. Ásbjörg Jónsdóttir, nú á Eyjahrauni 12, húsfreyja, starfsstúlka, f. 28. mars 1933.

Ásbjörg var með foreldrum sínum í æsku.
Hún eignaðist barn með Andrési Hjörleifi 1964.

I. Barnsfaðir Ásbjargar var Andrés Hjörleifur Grímólfsson, sjómaður, f. 23. nóvember 1938, d. 19. desember 2023.
Barn þeirra:
1. Jón Andrésson sjómaður, fiskverkamaður, f. 12. júlí 1964, d. 8. september 2008.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.