Ása Guðnadóttir (Norðurgarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ása Finnboga María Guðnadóttir frá Norðurgarði, húsfreyja fæddist 2. maí 1945.
Foreldrar hennar voru Guðni Finnbogason frá Norðurgarði, formaður, vélstjóri, f. 10. október 1909, d. 2. júlí 1962, og kona hans Guðrún Ágústa Sigurjónsdóttir frá Norðfirði, húsfreyja, f. 24. mars 1913, d. 22. júlí 2011.

Börn Ágústu og Guðna eru:
1. Ólafur Rósenkranz Guðnason vélvirki, f. 14. ágúst 1933 í Eystri Norðurgarði.
2. Helgi Þórarinn Guðnason járnsmíðameistari, vélvirki, f. 4. nóvember 1937 í Eystri Norðurgarði.
3. Ása Finnboga María Guðnadóttir húsfreyja, f. 2. maí 1945 í Eystri Norðurgarði.

Ása var með foreldrum sínum.
Hún hefur unnið afgreiðslustörf. Hún flutti úr Eyjum 17 ára.
Þau Atli giftur sig 1964, eignuðust tvö börn, en skildu.
Hún eignaðist barn með Ingólf 1969.
Þau Gunnar giftu sig 1970, en skildu.

I. Maður Ásu, (26. desember 1964, skildu), er Atli Ágústsson vélfræðingur, vélvirki, kennari, f. 4. apríl 1945 í Hvaragerði. Foreldrar hans voru Ágúst Einarsson bóndi í Miðey, kaupfélagsstjóri í Miðey í A.-Landeyjum og á Hvolsvelli, kaupmaður í Danmörku, síðar húsvörður í Reykjavík, f. 13. ágúst 1898, d. 10. september 1988, og kona hans Edel Paulina Camilla Einarsson húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, bankastarfsmaður, f. 13. júní 1907 í Danmörku, d. 18. nóvember 2010.
Börn þeirra:
1. Ágústa Atladóttir bankamaður í Reykjavík, f. 29. apríl 1962 í Reykjavík. Maður hennar Heiðar Halldórsson.
2. Bjarki Atlason húsasmiður, síðan starfsmaður VÍS í Reykjavík, f. 10. ágúst 1967. Kona hans Íris Lind Ævarsdóttir.

II. Barnsfaðir Ásu er Ingólf Jóhannes Ágústsson, f. 8. mars 1945.
Barn þeirra:
3. Páll Hreindal Gunnarsson, f. 17. nóvember 1969. (Hann er kjörsonur Gunnars, Páll Hreindal Gunnarsson síðari manns Ásu).

III. Maður Ásu, (16. maí 1970, skildu), er Gunnar Hreindal Pálsson, f. 8. mars 1947. Foreldrar hans Páll Gunnarsson skipstjóri, síðar skrifstofumaður, f. 6. október 1917, d. 5. nóvember 2007 og Ingilaug Valgerður Sigurðardóttir, f. 22. janúar 1918, d. 6. október 1983.
Barn þeirra (kjörbarn Gunnars):
3. Páll Hreindal Gunnarsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Ása.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.