Ásólfur Bjarnason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. febrúar 2018 kl. 13:20 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. febrúar 2018 kl. 13:20 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ásólfur Bjarnason frá Indriðakoti u. Eyjafjöllum, sjómaður, beitningarmaður, verkamaður fæddist 17. apríl 1904 og lést 24. maí 1988.
Foreldrar hans voru Bjarni Bjarnason bóndi í Indriðakoti, f. 23. júní 1862, d. 13. júlí 1947, og kona hans Ólöf Bergsdóttir húsfreyja, f. 16. október 1862, d. 22. febrúar 1943.

Börn Bjarna og Ólafar í Eyjum:
1. Guðrún Bjarnadóttir húsfreyja á Hvanneyri, f. 20. apríl 1902, d. 16. desember 1987.
2. Ásólfur Bjarnason sjómaður, verkamaður, f. 17. apríl 1904, d. 24. maí 1988.
3. Þorgils Bjarnason sjómaður, verkamaður, f. 9. september 1905, d. 21. júní 1994.

Ásólfur var með foreldrum sínum í æsku, var með þeim 1910 og 1920.
Hann fluttist til Eyja 1926, leigði á Brekastíg 3 1930, á Hvanneyri 1934.
Hann var sjómaður, var háseti á Minervu VE-241, en beitningarmaður hjá útgerðinni á vertíðinni 1927, er báturinn fórst.
Ásólfur fluttist úr bænum á síðari hluta fjórða áratugarins, vann hjá Vélsmiðjunni Bjargi við rafsuðu, bjó síðast í Kópavogi.
Hann kvæntist syðra. Kona hans var Sigríður Guðmundsdóttir.
Fósturdóttir þeirra Ása Gunnarsdóttir.

Skipshöfnin á Mínervu vertíðina 1926.
Fremri röð frá vinstri: - Georg Þorkelsson, Sandprýði; 2. Einar Jónsson, Háagarði, formaður (fórst með Mínervu vertíðina 1927); 3. Jónas Sigurðsson, Skuld. - Aftari röð frá vinstri: 1. Ásólfur Bjarnason frá Indriðakoti, Vestur-Eyjafjöllum; 2. Guðjón Þorkelsson, Sandprýði; 3. Auðunn Oddsson, Sólheimum; 4. Sigurjón Jónsson, Háagarði. Á myndina vantar vélstjórann, Sigjón Halldórsson.

Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.