Ársæll Sveinsson (Fögrubrekku)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. ágúst 2012 kl. 22:04 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. ágúst 2012 kl. 22:04 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Ársæll Sveinsson


Ársæll Sveinsson

Ársæll Sveinsson, Fögrubrekku fæddist 31. desember 1893 í Vestmannaeyjum og lést 14. apríl 1969. Foreldrar hans voru Sveinn Jónsson trésmíðameistari og Guðrún Runólfsdóttir. Kona Ársæls var Laufey Sigurðardóttir.

Ársæll var útgerðarmaður frá árinu 1912 og var formaður í fjöldamörg ár á eigin bátum. Ársæll var stofnandi Skipasmíðastöðvar Vestmannaeyja árið 1940 og rak umfangsmikla timburverslun og fiskverkun. Ársæll var auk þess forseti bæjarstjórnar 1954-1962. Ársæll var kjörinn heiðursborgari í Vestmannaeyjum er hann varð sjötugur 31. desember 1963.

Myndir


Heimildir

  • Haraldur Guðnason. Við Ægisdyr: Saga Vestmannaeyjabæjar í 60 ár. II. bindi. Reykjavík: Vestmannaeyjabær, 1991.