Árni Stefánsson (Grund)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Sigurður Árni Stefánsson frá Grund, sjómaður, síðar í Reykjavík, en nú á Akureyri, fæddist 16. september 1941.
Foreldrar hans voru Stefán Árnason frá Dagverðareyri, iðnverkamaður á Akureyri, síðar smiður á Grund, en að lokum í Hraunbúðum í Eyjum, f. 19. september 1897, d. 23. maí 1977, og kona hans Ragnheiður Jónsdóttir frá Engimýri í Öxnadal, húsfreyja, f. 24. febrúar 1899, síðar á Grund, en að lokum í Hraunbúðum í Eyjum, d. 19. júlí 1980.

Ragnheiður og Stefán eignuðust ellefu börn en níu komust upp:
1. Ólafur Stefánsson verkamaður á Akureyri, f. 28. október 1925, d. 1. ágúst 2010.
2. Sigríður Stefánsdóttir húsfreyja, f. 3. desember 1926, d. 3. október 2003.
3. Örn Stefánsson sjómaður, verkstjóri, fiskimatsmaður í Reykjavík, f. 2. júlí 1931, d. 26. mars 2018.
4. Stefán Gunnar Stefánsson sjómaður, f. 27. júlí 1932.
5. Anna Fríða Stefánsdóttir húsfreyja, f. 7. júní 1937, d. 25. maí 2005.
6. Jón Stefánsson sjómaður, múrari, síðar á Akureyri, f. 7. júní 1937, d. 30. janúar 2009.
7. Brynjar Karl Stefánsson á Grund, vélsmiður, vélstjóri, kaupmaður, f. 2. ágúst 1939.
8. Sigurður Árni Stefánsson sjómaður, f. 16. september 1941.
9. Auður Stefánsdóttir húsfreyja á Grund,síðar á Akureyri, f. 9. desember 1945.

Árni var með foreldrum sínum í æsku. Hann fluttist til Eyja með þeim 1955, stundaði sjómennsku, fluttist til Reykjavíkur 1969 og var þar verkamaður, síðan til Akureyrar 2015 og býr þar.

I. Kona hans, (1975), var Kristrún Eiríksdóttir frá Miðfjarðarnesi við Bakkaflóa, f. 3. október 1935, d. 14. september 2007. Foreldrar hennar voru Eiríkur Jakobsson frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði, f. 8. ágúst 1875, d. 29. mars 1957, og Judit Friðfinnsdóttir frá Borgum í Vopnafirði, f. 11. maí 1904, d. 7. mars 1953.
Þau voru barnlaus.

II. Sambýliskona Sigurðar Árna er Sigurrós Aðalsteinsdóttir, f. 6. júlí 1941. Foreldrar hennar voru Aðalsteinn Jónas Tómasson frá Bakkaseli í Öxnadal, f. 10. maí 1899, d. 7. nóvember 1980, og Friðrika Steinunn Guðmundsdóttir frá Einhamri í Hörgárdal, f. 3. ágúst 1901, d. 7. mars 1990.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.